Úgandamaðurinn Stephen Kiprotich tryggði sér sigur í maraþoni karla á HM í frjálsum í Moskvu í dag þegar hann kom í mark á tveimur klukkutímunum, níu mínútum og 51 sekúndu. Kiprotich vann einnig maraþonið á Ólympíuleikunum í London og er því bæði Heims- og Ólympíumeistari.
Stephen Kiprotich hafði betur í baráttu við Eþíópíumenn en fjórir næstu menn í hlaupinu voru þaðan. Lelisa Desisa varð í 2. sæti og Tadese Tola tók síðan bronsið. Lelisa Desisa átti besta tíma ársins fyrir hlaupið.
Stephen Kiprotich er 24 ára og þjóðhetja í Úganda. Hann vann eina gull þjóðarinnar í London og þetta voru fyrstu verðlaun Úgandamanna á HM í Moskvu.
Japaninn Kentaro Nakamoto (5. sæti) varð fyrstur af hlaupurum sem eru ekki frá Afríku og efsti Evrópubúinn var Spánverjinn Javier Guerra sem endaði í 15. sæti.
Kiprotich vann maraþongullið alveg eins og á ÓL í London
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


