Jamaíkamaðurinn og ríkjandi Heims- og Ólympíumeistari, Usain Bolt, varð aðeins með fjórða besta tímann í undanúrslit í 200 metra hlaupi á HM í Moskvu en úrslitahlaupið fer fram á morgun.
Bandaríkjamaðurinn Curtis Mitchell, Bretinn Adam Gemili og Jamaíkamaðurinn Nickel Ashmeade hlupu allir hraðar en Bolt í undanúrslitunum en Gemili varð aðeins annar breski spretthlauparinn í sögunni til þess að hlaupa 200 metrana á undir 20 sekúndum.
Gemili (19,98 sekúndur) vann sinn riðil alveg eins og þeir Curtis Mitchell (19,97) og Bolt (20,12).
Usain Bolt hefur unnið heimsmeistaratitilinn í 200 metra hlaupi á síðustu tveimur heimsmeistaramótum (19,19 sekúndur á HM í Berlín 2009 og 19,40 sekúndur á HM í Daegu 2011). Hann varð í 2. sæti í greininni á HM í Osaka 2007.
Breti og tveir aðrir á undan Bolt í 200 metrunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti
