Ellefta mótaraðarmót Frjálsíþróttasambands Íslands fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld og þar bíða margir spenntir eftir einvígi Hafdísar Sigurðardóttur og Sveinbjargar Zophoníasdóttur eins og fram kemur í frétt á heimasíðu FRÍ.
Það er búist við mikilli spennu í langstökkinu enda má líta á þetta sem einvígi okkar besta langstökkvarapars í kvennaflokki frá upphafi en sú keppni byrjar kl. 18:00.
Í langstökkskeppninni mætast þær Hafdís Sigurðardóttir (UFA) Íslandsmethafi (6,36 metrar) og Sveinbjörg Zophoníasdóttir (FH) methafi í flokki 20-22ára (6,27 metrar) en þær gera báðar tilkall til þess að vera bestu langstökkvara Íslandssögunnar.
Sveinbjörg bætti árangur sinn í sjöþraut verulega í sumar og er í fínu formi og Sveinbjörg hefur farið mikinn í sumar og jafnað Íslandsmet sitt í tvígang á þessu ári. Metið átti Sunna Gestsdóttur sem var 6.30 metrar og var sett á Möltu 2003.
Hilmar Jónsson mun kasta karlasleggjunni í Kaplakrika í kvöld og þar mun hann freista þess að bæta nýlegt Íslandsmet sitt með karlasleggjunni sem var kast upp á 60,98 metra. Sá árangur kom honum á topp evrópska listans í sleggjukasti (með 7,26 kg sleggju) í flokki 17 ára pilta. Sleggjukastið hefst klukkan 20.00.
Langstökkseinvígi í Kaplakrika í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


