Of mikil fjárhagsleg áhætta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2013 16:50 Aníta Hinriksdóttir hefur náð frábærum árangri fyrir hönd Íslands á vettvangi frjálsra íþrótta á árinu. Nordicphotos/Getty Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer ekki fram hér á landi á næsta ári þrátt fyrir ósk Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA). Stjórn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) segir fjárhagslega áhættu of mikla. FRÍ stóð að framkvæmd Evrópubikarkeppninnar hér á landi árið 2011. Í tilkynningu frá FRÍ kemur fram að framkvæmdin hafi tekist vel í alla staði. Engir opinberir styrkir hafi þó fengist til framkvæmdarinnar. „Þrátt fyrir að EAA greiði bæði allan kostnað vegna gistingar og uppihald hinna erlendu gesta og veiti styrk til framkvæmdar og undirbúnings, er ljóst að FRÍ getur ekki tekið áhættu á þessari framkvæmd, án utanaðkomandi stuðnings," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í dag. Án opinbers stuðnings sé kostnaður þó of mikill til að framkvæmdin sé áhættunnar virði. Stjórn FrÍ bendir á að í öðrum Evrópulöndum fáist opinber styrkur sem nemi um 20-30 milljónum króna til sambærilegra verkefna. Rökin fyrir því að ríki og sveitarfélög styðji við bakið á verkefnum sem þessum séu þau að þau skili meiri tekjum til samfélagsins en nemur kostnaðinum. Auk þess hljóti gestgjafinn jákvæða kynningu og aðrar tekjur. „Alls taka um 12-14 þjóðir þátt í þeim hluta sem hér um ræðir. Það eru gera samtals um 500-550 keppendur auk fararstjóra, þjálfara og annarra aðstoðarmanna, samtals um 580-600 manns, sem dvelja hér í a.m.k. fjóra daga. Það gerir um 2500 gistinætur. Tekjur vegna gistingar gætu því numið um 45-50 m.kr. Til viðbótar þurfa langflestir að fljúga með íslensku flugfélagi til landsins sem gerir aðrar 35-40 m.kr. að lágmarki. Heildarviðbótartekjur vegna móta af þessu tagi eru því um 80-90 m.kr. fyrir eitt tveggja daga mót. FRÍ fékk enga opinbera styrki til að framkvæma Evrópubikarinn árið 2011," segir í tilkynningunni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer ekki fram hér á landi á næsta ári þrátt fyrir ósk Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA). Stjórn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) segir fjárhagslega áhættu of mikla. FRÍ stóð að framkvæmd Evrópubikarkeppninnar hér á landi árið 2011. Í tilkynningu frá FRÍ kemur fram að framkvæmdin hafi tekist vel í alla staði. Engir opinberir styrkir hafi þó fengist til framkvæmdarinnar. „Þrátt fyrir að EAA greiði bæði allan kostnað vegna gistingar og uppihald hinna erlendu gesta og veiti styrk til framkvæmdar og undirbúnings, er ljóst að FRÍ getur ekki tekið áhættu á þessari framkvæmd, án utanaðkomandi stuðnings," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í dag. Án opinbers stuðnings sé kostnaður þó of mikill til að framkvæmdin sé áhættunnar virði. Stjórn FrÍ bendir á að í öðrum Evrópulöndum fáist opinber styrkur sem nemi um 20-30 milljónum króna til sambærilegra verkefna. Rökin fyrir því að ríki og sveitarfélög styðji við bakið á verkefnum sem þessum séu þau að þau skili meiri tekjum til samfélagsins en nemur kostnaðinum. Auk þess hljóti gestgjafinn jákvæða kynningu og aðrar tekjur. „Alls taka um 12-14 þjóðir þátt í þeim hluta sem hér um ræðir. Það eru gera samtals um 500-550 keppendur auk fararstjóra, þjálfara og annarra aðstoðarmanna, samtals um 580-600 manns, sem dvelja hér í a.m.k. fjóra daga. Það gerir um 2500 gistinætur. Tekjur vegna gistingar gætu því numið um 45-50 m.kr. Til viðbótar þurfa langflestir að fljúga með íslensku flugfélagi til landsins sem gerir aðrar 35-40 m.kr. að lágmarki. Heildarviðbótartekjur vegna móta af þessu tagi eru því um 80-90 m.kr. fyrir eitt tveggja daga mót. FRÍ fékk enga opinbera styrki til að framkvæma Evrópubikarinn árið 2011," segir í tilkynningunni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira