Manning í meta-ham í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2013 13:00 Peyton Manning Mynd/AP Peyton Manning varð í nótt fyrsti leikstjórnandinn í 44 ár til þess að senda sjö snertimarkssendingar í einum og sama leiknum í ameríska fótoboltanum þegar lið hans Denver Broncos vann 49-27 á NFL-meisturum Baltimore Ravens í opnunarleik NFL-tímabilsins. Manning jafnaði metið með þessum sjö snertimarkssendingum en hann komst þar í hóp með þeim Sid Luckman, Adrian Burk, George Blanda, Y.A. Tittle og Joe Kapp sem var sá síðasti til afreka þetta 28. september 1969. Heimsklassa leikstjórnendur eins og Tom Brady, Brett Favre, Dan Marino, Joe Montana, Steve Young eða Terry Bradshaw hafa aldrei náð þessu. Það er búist við miklu af Peyton Manning og félögum í Denver-liðinu en það kom fljótlega í ljós að Manning náði einstaklega vel saman við Wes Welker. Welker hefur verið uppáhald Tom Brady hjá New England Patriots í mörg ár og tók við tveimur af þessum snertimarkssendingum Manning í nótt en enginn annar hefur fengið snertimarkssendingu frá bæði Payton Manning og Tom Brady. Julius Thomas og Demaryius Thomas skoruðu líka tvisvar eftir sendingar frá Manning sem kastaði alls 462 yarda og státaði af leikstjórnendaeinkunninni 141.1 sem er tala sem sést ekki á hverjum degi. Meistararnir í Baltimore Ravens misstu hjartað úr vörninni sinni frá því að þeir unnu titilinn í febrúar og það er ljóst að þeirra bíður mikið verk að fylla í skarð þeirra Ray Lewis og Ed Reed. NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Peyton Manning varð í nótt fyrsti leikstjórnandinn í 44 ár til þess að senda sjö snertimarkssendingar í einum og sama leiknum í ameríska fótoboltanum þegar lið hans Denver Broncos vann 49-27 á NFL-meisturum Baltimore Ravens í opnunarleik NFL-tímabilsins. Manning jafnaði metið með þessum sjö snertimarkssendingum en hann komst þar í hóp með þeim Sid Luckman, Adrian Burk, George Blanda, Y.A. Tittle og Joe Kapp sem var sá síðasti til afreka þetta 28. september 1969. Heimsklassa leikstjórnendur eins og Tom Brady, Brett Favre, Dan Marino, Joe Montana, Steve Young eða Terry Bradshaw hafa aldrei náð þessu. Það er búist við miklu af Peyton Manning og félögum í Denver-liðinu en það kom fljótlega í ljós að Manning náði einstaklega vel saman við Wes Welker. Welker hefur verið uppáhald Tom Brady hjá New England Patriots í mörg ár og tók við tveimur af þessum snertimarkssendingum Manning í nótt en enginn annar hefur fengið snertimarkssendingu frá bæði Payton Manning og Tom Brady. Julius Thomas og Demaryius Thomas skoruðu líka tvisvar eftir sendingar frá Manning sem kastaði alls 462 yarda og státaði af leikstjórnendaeinkunninni 141.1 sem er tala sem sést ekki á hverjum degi. Meistararnir í Baltimore Ravens misstu hjartað úr vörninni sinni frá því að þeir unnu titilinn í febrúar og það er ljóst að þeirra bíður mikið verk að fylla í skarð þeirra Ray Lewis og Ed Reed.
NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira