Gas fannst á Svalbarða Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2013 10:12 Frá Longyearbyen, stærsta bæ Svalbarða. Jarðgas hefur óvænt fundist á Svalbarða, og það án þess að ætlunin hafi verið að leita að gasi. Olíu- og námafélagið Store Norske skoðar nú þann möguleika að hefja þar gasvinnslu, að því er fram kemur í blaðinu Nordlys í Tromsö. Félagið var að bora könnunarholur í Aðventudal skammt frá Longyearbyen vegna tilraunaverkefnis norskra stjórnvalda um að geyma koltvísýring í jarðlögum neðanjarðar á Svalbarða. Átta holur voru boraðar en öllum að óvörum fór ein þeirra að blása gasi þegar komið var niður á 700 metra dýpi. „Gasfundurinn er í sjálfu sér stórmerkilegur og við munum nú íhuga hvort það geti verið arðbært að nýta það," segir Morten Often, jarðfræðingur hjá Store Norske, í viðtali við Nordlys. Store Norske hyggst nú bora fleiri holur til að kanna hversu stór gaslindin er. Jarðgas er víða mikilvægur orkugjafi, svo sem í Bandaríkjunum. Kolanámur eru á Svalbarða og eru kolin notuð til kyndingar og raforkuframleiðslu á eynni. Jarðgas þykir hins vegar umhverfisvænni orkugjafi. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jarðgas hefur óvænt fundist á Svalbarða, og það án þess að ætlunin hafi verið að leita að gasi. Olíu- og námafélagið Store Norske skoðar nú þann möguleika að hefja þar gasvinnslu, að því er fram kemur í blaðinu Nordlys í Tromsö. Félagið var að bora könnunarholur í Aðventudal skammt frá Longyearbyen vegna tilraunaverkefnis norskra stjórnvalda um að geyma koltvísýring í jarðlögum neðanjarðar á Svalbarða. Átta holur voru boraðar en öllum að óvörum fór ein þeirra að blása gasi þegar komið var niður á 700 metra dýpi. „Gasfundurinn er í sjálfu sér stórmerkilegur og við munum nú íhuga hvort það geti verið arðbært að nýta það," segir Morten Often, jarðfræðingur hjá Store Norske, í viðtali við Nordlys. Store Norske hyggst nú bora fleiri holur til að kanna hversu stór gaslindin er. Jarðgas er víða mikilvægur orkugjafi, svo sem í Bandaríkjunum. Kolanámur eru á Svalbarða og eru kolin notuð til kyndingar og raforkuframleiðslu á eynni. Jarðgas þykir hins vegar umhverfisvænni orkugjafi.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira