Spillingin blómstrar í fyrirtækjum á nýmarkaðssvæðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2013 11:00 Framkvæmdir í Kína. Nordicphotos/AFP Samkvæmt könnun Transparency International á þeim hundrað fyrirtækjum sem vaxið hafa hraðast á nýmarkaðssvæðum er spilling og leyndarhyggja ríkjandi í þeim flestum. Þrjú af hverjum fjórum þessara hundrað fyrirtækja fengu minna en fimm stig á gegnsæiskvarðanum, þar sem 10 táknar mest gegnsæi. Kannað var meðal annars hve miklar upplýsingar þessi fyrirtæki veita um eignir sínar og til hvaða ráðstafana þau hafa gripið til að vinna á móti spillingu. Í ljós kom að 60 prósent þeirra veita engar upplýsingar um pólitísk framlög til þeirra. Verst er ástandið í Kína, þar sem útkoman var tvö stig af 10, en best var hún á Indlandi þar sem meðalútkoman var 5,4. Brasilía, Rússland og Suður-Afríka koma þar á milli, en þessi fimm lönd eru stærstu nýmarkaðssvæði heims. Útkoma einstakra fyrirtækja var ekki alltaf í samræmi við meðaltal landsins. Þannig kom flugfélagið Emirates Airlines, sem rekið er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, mjög vel út og fékk 100 stig þegar spurt var um gegnsæi í fyrirtækjum. Kínverska fyrirtækið Huawei Technologies fékk hins vegar núll stig, og sama niðurstaðan fékkst hjá tíu öðrum fyrirtækjum. Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvæmt könnun Transparency International á þeim hundrað fyrirtækjum sem vaxið hafa hraðast á nýmarkaðssvæðum er spilling og leyndarhyggja ríkjandi í þeim flestum. Þrjú af hverjum fjórum þessara hundrað fyrirtækja fengu minna en fimm stig á gegnsæiskvarðanum, þar sem 10 táknar mest gegnsæi. Kannað var meðal annars hve miklar upplýsingar þessi fyrirtæki veita um eignir sínar og til hvaða ráðstafana þau hafa gripið til að vinna á móti spillingu. Í ljós kom að 60 prósent þeirra veita engar upplýsingar um pólitísk framlög til þeirra. Verst er ástandið í Kína, þar sem útkoman var tvö stig af 10, en best var hún á Indlandi þar sem meðalútkoman var 5,4. Brasilía, Rússland og Suður-Afríka koma þar á milli, en þessi fimm lönd eru stærstu nýmarkaðssvæði heims. Útkoma einstakra fyrirtækja var ekki alltaf í samræmi við meðaltal landsins. Þannig kom flugfélagið Emirates Airlines, sem rekið er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, mjög vel út og fékk 100 stig þegar spurt var um gegnsæi í fyrirtækjum. Kínverska fyrirtækið Huawei Technologies fékk hins vegar núll stig, og sama niðurstaðan fékkst hjá tíu öðrum fyrirtækjum.
Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira