Aníta efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 17:38 Aníta Hinriksdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, fékk í kvöld gríðarlega stóra viðurkenningu þegar hún var valin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu en verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, sem stendur nú yfir í Tallinn í Eistlandi. Aníta er því að mati sérfræðinga og áhugamanna efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu. Hollenski spretthlauparinn Dafne Schippers varð í öðru sæti í kjörinu en í þriðja sæti var síðan Amela Terzic, 1500 metra hlaupari frá Serbíu. Bohdan Bondarenko, hástökkvari frá Úkraínu var kosinn Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu en Frjálsíþróttakona ársins var valin Zuzana Hejnová frá Tékklandi en hún vann 400 metra grindarhlaup á HM í Moskvu. Aníta sló heldur betur í gegn í frjálsíþróttaheiminum síðasta sumar þegar hún vann gullverðlaun á HM 17 ára og yngri í Donetsk og EM 19 ára og yngri með aðeins sex daga millibili í júlí í sumar. Aníta hljóp fimm hlaup á þessum 10 dögum sem þessi tvö stórmót stóðu yfir og sýndi mikið sjálfstraust og öryggi í þeim öllum og bætti Íslandsmetið meðal annars í tvígang. Val EAA, Frjálsíþróttasambands Evrópu, fór fram með fernum hætti. Fyrst var kosið á Facebook þar sem allir áttu atkvæðisrétt, en þar hlaut Aníta langflest atkvæði af þeim samtals rúmlega 16 þúsund atkvæðum sem bárust. Síðan voru vegin atkvæði bæði 54 sambanda íþróttafréttamanna í Evrópu og aðildarsambanda EAA. Loks kom nefnd sérfræðinga að valinu. Hlutur hvers þessara hópa vóg jafnt um heildarniðurstöðuna. Aníta hljóp best á tímanum 2:00,49 mínútum í sumar sem er næst besti árangur í þessari grein í ár hjá 17 ára stúlkum. Aníta á nú 2.- 8. besta árangur í sínum aldursflokki frá upphafi í greininni og hún er ennfremur í 44. sæti á heimslista fullorðinna í ár.Hér má sjá þrjá efstu í öllum flokkum í þessu kjöri:Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu 2013: 1. Bohdan Bondarenko (Úkraína) 2. Mo Farah (Bretland) 3. Pawel Fajdek (Pólland)Frjálsíþróttakona ársins í Evrópu 2013: 1. Zuzana Hejnová (Tékkland) 2. Yelena Isinbayeva (Rússland) 3. Valeria Straneo (Ítalía)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá körlum 2013: 1. Emir Bekrić (Serbía) 2. Adam Gemili (Bretland) 3. Karsten Warholm (Noregur)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá konum 2013: 1. Anita Hinriksdottir (Ísland) 2. Dafne Schippers (Holland) 3. Amela Terzic (Serbía) Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, fékk í kvöld gríðarlega stóra viðurkenningu þegar hún var valin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu en verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, sem stendur nú yfir í Tallinn í Eistlandi. Aníta er því að mati sérfræðinga og áhugamanna efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu. Hollenski spretthlauparinn Dafne Schippers varð í öðru sæti í kjörinu en í þriðja sæti var síðan Amela Terzic, 1500 metra hlaupari frá Serbíu. Bohdan Bondarenko, hástökkvari frá Úkraínu var kosinn Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu en Frjálsíþróttakona ársins var valin Zuzana Hejnová frá Tékklandi en hún vann 400 metra grindarhlaup á HM í Moskvu. Aníta sló heldur betur í gegn í frjálsíþróttaheiminum síðasta sumar þegar hún vann gullverðlaun á HM 17 ára og yngri í Donetsk og EM 19 ára og yngri með aðeins sex daga millibili í júlí í sumar. Aníta hljóp fimm hlaup á þessum 10 dögum sem þessi tvö stórmót stóðu yfir og sýndi mikið sjálfstraust og öryggi í þeim öllum og bætti Íslandsmetið meðal annars í tvígang. Val EAA, Frjálsíþróttasambands Evrópu, fór fram með fernum hætti. Fyrst var kosið á Facebook þar sem allir áttu atkvæðisrétt, en þar hlaut Aníta langflest atkvæði af þeim samtals rúmlega 16 þúsund atkvæðum sem bárust. Síðan voru vegin atkvæði bæði 54 sambanda íþróttafréttamanna í Evrópu og aðildarsambanda EAA. Loks kom nefnd sérfræðinga að valinu. Hlutur hvers þessara hópa vóg jafnt um heildarniðurstöðuna. Aníta hljóp best á tímanum 2:00,49 mínútum í sumar sem er næst besti árangur í þessari grein í ár hjá 17 ára stúlkum. Aníta á nú 2.- 8. besta árangur í sínum aldursflokki frá upphafi í greininni og hún er ennfremur í 44. sæti á heimslista fullorðinna í ár.Hér má sjá þrjá efstu í öllum flokkum í þessu kjöri:Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu 2013: 1. Bohdan Bondarenko (Úkraína) 2. Mo Farah (Bretland) 3. Pawel Fajdek (Pólland)Frjálsíþróttakona ársins í Evrópu 2013: 1. Zuzana Hejnová (Tékkland) 2. Yelena Isinbayeva (Rússland) 3. Valeria Straneo (Ítalía)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá körlum 2013: 1. Emir Bekrić (Serbía) 2. Adam Gemili (Bretland) 3. Karsten Warholm (Noregur)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá konum 2013: 1. Anita Hinriksdottir (Ísland) 2. Dafne Schippers (Holland) 3. Amela Terzic (Serbía)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Sjá meira