Viðskipti erlent

Mark Zuckerberg kaupir lóðir fyrir yfir 30 milljónir dollara

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
30 milljónir dollara eru kr. 3.666.600.000,-
30 milljónir dollara eru kr. 3.666.600.000,-
Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdarstjóri Facebook hefur keypt næstu fjórar lóðir við heimili sitt í Palo Alto nærri San Francisco í Bandaríkjunum. Kaupverðið er meira en 30 milljónir dollara. Þetta kemur fram á Mercury News.

Hann hefur þó engan hug að byggja sér stærra húsnæði og hyggst leigja fólkinu sem þar býr húsnæðið áfram.

Ástæðan fyrir kaupunum er sú að hann frétti af verktaka sem hugðist kaupa lóðirnar og byggja stærra húsnæði á þeim.

Í Palo Alto búa fleiri framkvæmdarstjórar stórra tæknifyrirtækja, svo sem Marissa Mayer, framkvæmdarstjóri Yahoo, Larry Page framkvæmdarstjóri Google og Steve Jobs bjó þar þegar hann lifði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×