Aukinnar bjartsýni gætir í kauphöllum Þorgils Jónsson skrifar 10. október 2013 09:05 Kaupahéðnar virðast bjartsýnir á lausn fjárlaga- og skuldadeilunnar í Bandaríikj Mynd/AP Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hluti ríkisstofnana legið í lamasessi í rúma viku þar sem flokkarnir á þingi hafa ekki getað komið sér saman um áframhald á útgjöldum ríkisins. Auk þess dregur nær því að ríkissjóður vestra muni skorta fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar þar sem skuldaþaki hefur verið náð og Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa ekki viljað auka heimildir til lántöku nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Síðustu daga hafa greinendur keppst við að tíunda hin gífurlegu áhrif sem greiðslufall bandaríska ríkisins gæti haft á alþjóðahagkerfið, en nú virðist mörgum sem að nú gæti farið að draga til tíðinda. Meðal annars hefur vígstaða repúblikana þótt mildast. Til dæmis minntist Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, í aðsendri grein í NY Times í gær, ekkert á nýju sjúkratryggingalögin, Obamacare, sem hefur verið þeim mikill þyrnir í augum. Afnám eða frestun þeirra hefur verið eitt af helstu skilyrðum repúblikana fyrir að samþykkja ný fjárlög. Obama forseti mun funda með um 20 úr hópi áhrifamestu fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana í dag, og þykir líklegt að þeir muni reyna að ná saman um skammtímalausn á málinu, til eins eða tveggja mánaða. Þá hefur Financial Times heimildir fyrir því að klofningur sé að verða innan þinghóps repúblikana. Harðasti kjarninn, sem oft er kenndur við Teboðs-hreyfinguna og vill engar málamiðlanir, virðist vera að einangrast þar sem jafnvel mestu íhaldsmenn virðast farnir að ókyrrast yfir pólitískum afleiðingum óvissuástandsins, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 28 prósent kjósenda sem sjá störf repúblikana í jákvæðu ljósi. Það er lægsta hlutfall sem mælst hefur og tíu prósentustigum minna en var fyrir mánuði síðan. Á meðan segjast 43 prósent vera jákvæð í garð demókrata. Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hluti ríkisstofnana legið í lamasessi í rúma viku þar sem flokkarnir á þingi hafa ekki getað komið sér saman um áframhald á útgjöldum ríkisins. Auk þess dregur nær því að ríkissjóður vestra muni skorta fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar þar sem skuldaþaki hefur verið náð og Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa ekki viljað auka heimildir til lántöku nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Síðustu daga hafa greinendur keppst við að tíunda hin gífurlegu áhrif sem greiðslufall bandaríska ríkisins gæti haft á alþjóðahagkerfið, en nú virðist mörgum sem að nú gæti farið að draga til tíðinda. Meðal annars hefur vígstaða repúblikana þótt mildast. Til dæmis minntist Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, í aðsendri grein í NY Times í gær, ekkert á nýju sjúkratryggingalögin, Obamacare, sem hefur verið þeim mikill þyrnir í augum. Afnám eða frestun þeirra hefur verið eitt af helstu skilyrðum repúblikana fyrir að samþykkja ný fjárlög. Obama forseti mun funda með um 20 úr hópi áhrifamestu fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana í dag, og þykir líklegt að þeir muni reyna að ná saman um skammtímalausn á málinu, til eins eða tveggja mánaða. Þá hefur Financial Times heimildir fyrir því að klofningur sé að verða innan þinghóps repúblikana. Harðasti kjarninn, sem oft er kenndur við Teboðs-hreyfinguna og vill engar málamiðlanir, virðist vera að einangrast þar sem jafnvel mestu íhaldsmenn virðast farnir að ókyrrast yfir pólitískum afleiðingum óvissuástandsins, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 28 prósent kjósenda sem sjá störf repúblikana í jákvæðu ljósi. Það er lægsta hlutfall sem mælst hefur og tíu prósentustigum minna en var fyrir mánuði síðan. Á meðan segjast 43 prósent vera jákvæð í garð demókrata.
Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira