Sjálfsmark réð úrslitum í NFL-deildinni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 14:15 Cameron Wake fagnar. Mynd/NordicPhotos/Getty Það er ekki á hverjum degi sem varnarmenn tryggja sínu liði sigur með því að fella leikstjórnanda mótherjanna í þeirra eigin markteig en það var raunin í NFL-deildinni í nótt. Miami Dolphins vann þá 22-20 sigur á Cincinnati Bengals í framlengingu þökk sé hraustlegri framgöngu eins varnarmannsins síns. Varnarmaðurinn Cameron Wake tryggði Miami Dolphins sigurinn í framlengingunni með því að brjótast í gegnum varnarmúrinn í kringum Andy Dalton, leikstjórnanda Cincinnati Bengals og ná í framhaldinu að fella Dalton í hans eigin markteig. Sjálfsmark í NFL-deildinni gefur 2 stig en það lið sem skorar á undan í framlengingu vinnur leikinn svo framarlega sem bæði lið hafa fengið sókn. Þessi tvö stig nægðu því Miami Dolphins til að vinna fjórða sigur sinn á tímabilinu. Þetta var aðeins í þriðja sinn í sögu NFL-deildarinnar sem leikur vinnst á sjálfsmarki. Chicago Bears vann einnig þannig árið 2004 og það gerðu leikmenn Minnesota Vikings einnig í einum leik árið 1989. Cameron Wake er 31 árs gamall reynslubolti og var þarna að komast að Andy Dalton í þriðja sinn í leiknum. Wake hefur spilað með Miami Dolphins frá 2009. Það voru fleiri frábær tilþrif í leiknum þar á meðal magnað snertimark hlauparans Giovani Bernard. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem varnarmenn tryggja sínu liði sigur með því að fella leikstjórnanda mótherjanna í þeirra eigin markteig en það var raunin í NFL-deildinni í nótt. Miami Dolphins vann þá 22-20 sigur á Cincinnati Bengals í framlengingu þökk sé hraustlegri framgöngu eins varnarmannsins síns. Varnarmaðurinn Cameron Wake tryggði Miami Dolphins sigurinn í framlengingunni með því að brjótast í gegnum varnarmúrinn í kringum Andy Dalton, leikstjórnanda Cincinnati Bengals og ná í framhaldinu að fella Dalton í hans eigin markteig. Sjálfsmark í NFL-deildinni gefur 2 stig en það lið sem skorar á undan í framlengingu vinnur leikinn svo framarlega sem bæði lið hafa fengið sókn. Þessi tvö stig nægðu því Miami Dolphins til að vinna fjórða sigur sinn á tímabilinu. Þetta var aðeins í þriðja sinn í sögu NFL-deildarinnar sem leikur vinnst á sjálfsmarki. Chicago Bears vann einnig þannig árið 2004 og það gerðu leikmenn Minnesota Vikings einnig í einum leik árið 1989. Cameron Wake er 31 árs gamall reynslubolti og var þarna að komast að Andy Dalton í þriðja sinn í leiknum. Wake hefur spilað með Miami Dolphins frá 2009. Það voru fleiri frábær tilþrif í leiknum þar á meðal magnað snertimark hlauparans Giovani Bernard. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan.
NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira