Arnar Pétursson, hlaupari úr ÍR, bætti í morgun nítján ára gamal Íslandsmet í flokki ungmenna (20-22 ára) í hálfmaraþoni í París í morgun.
Arnar hljóp á 1:10,23 klst og bætti þar með met Daníels Jakobssonar frá árinu 1994. Þess má geta að Daníel er nú bæjarstjóri á Ísafirði.
Nokkrir Íslendingar tóku þátt í hlaupinu í morgun og var Kári Steinn Karlsson nokkrum sekúndum frá eigin Íslandsmeti í greininni, sem er 1:05,35 klst.

