Ósk um upplýsta ákvörðun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. janúar 2013 06:00 Athyglisvert er að rýna í niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu á afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagðist tæpur helmingur, 48,5 prósent, vilja klára aðildarviðræður og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn, 36,4 prósent vildu slíta viðræðunum og 15,2 prósent vildu gera hlé á þeim og greiða þjóðaratkvæði um framhaldið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Jón Bjarnason hafa lagt til. Þessi niðurstaða þýðir í fyrsta lagi að það er ekki rétt að allur stuðningur við aðildarferlið meðal þjóðarinnar sé þorrinn, eins og sumir stjórnmálamenn hamra á, þótt hann hafi vissulega minnkað. Í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þar sem spurt var um aðildarferlið, fyrir rúmu ári, sögðust 65,3 prósent vilja ljúka viðræðunum. Í öðru lagi er ekki hægt að túlka niðurstöðuna þannig, eins og sumir hafa viljað gera, að tæpur meirihluti sé fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Við verðum að gera ráð fyrir að einhverjir þeirra sem vilja gera viðræðuhlé og ganga svo til atkvæða um framhaldið myndu kjósa að halda viðræðunum áfram. Í þriðja lagi er augljóslega lítið til í þeirri gagnrýni á fyrri kannanir um þetta efni, að ekkert sé að marka þær af því að svarendur stökkvi nánast sjálfkrafa á svarmöguleika sem inniheldur orðið „þjóðaratkvæðagreiðsla“. Í fjórða lagi styðja niðurstöðurnar ekki þá kenningu, að fylgi Vinstri grænna hafi hrunið vegna fylgispektar flokksins við aðildarferlið. Varla færðu stuðningsmenn VG sig yfir á Sjálfstæðisflokkinn, sem er hinum megin í hinu pólitíska litrófi. Tæplega fóru ESB-andstæðingar yfir í Samfylkinguna. Varla kjósa þeir Bjarta framtíð. Þá er Framsóknarflokkurinn eftir, en fylgi þess flokks hefur skroppið saman frá síðustu kosningum, þannig að varla fóru óánægðu vinstri grænu ESB-andstæðingarnir þangað. Í fimmta lagi vekur athygli að innan við fimmtungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynntur því sem nú er opinber stefna flokkanna í Evrópumálum, að gera hlé á aðildarviðræðunum og halda svo þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Þetta gerir líf forystu þessara tveggja flokka varla auðveldara. Í sjötta lagi er áhugavert að bæði í hópi stuðningsmanna VG og Sjálfstæðisflokksins er yfir þriðjungur hlynntur því að halda aðildarviðræðunum áfram. Það er áhugavert að forystumenn í báðum flokkum geri ekki meira en raun ber vitni til að höfða til þessa hóps. Síðast en ekki sízt sýna niðurstöður þessarar könnunar að stærsti hópurinn, um helmingur kjósenda, vill áfram fá að taka upplýsta ákvörðun um tengsl Íslands við Evrópusambandið. Það er líka merkilegt, í ljósi þess hversu stífan áróður margir stjórnmálamenn reka fyrir því að tekin verði ákvörðun án þess að fyrir liggi hvaða kostir Íslandi bjóðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Athyglisvert er að rýna í niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu á afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagðist tæpur helmingur, 48,5 prósent, vilja klára aðildarviðræður og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn, 36,4 prósent vildu slíta viðræðunum og 15,2 prósent vildu gera hlé á þeim og greiða þjóðaratkvæði um framhaldið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Jón Bjarnason hafa lagt til. Þessi niðurstaða þýðir í fyrsta lagi að það er ekki rétt að allur stuðningur við aðildarferlið meðal þjóðarinnar sé þorrinn, eins og sumir stjórnmálamenn hamra á, þótt hann hafi vissulega minnkað. Í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þar sem spurt var um aðildarferlið, fyrir rúmu ári, sögðust 65,3 prósent vilja ljúka viðræðunum. Í öðru lagi er ekki hægt að túlka niðurstöðuna þannig, eins og sumir hafa viljað gera, að tæpur meirihluti sé fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Við verðum að gera ráð fyrir að einhverjir þeirra sem vilja gera viðræðuhlé og ganga svo til atkvæða um framhaldið myndu kjósa að halda viðræðunum áfram. Í þriðja lagi er augljóslega lítið til í þeirri gagnrýni á fyrri kannanir um þetta efni, að ekkert sé að marka þær af því að svarendur stökkvi nánast sjálfkrafa á svarmöguleika sem inniheldur orðið „þjóðaratkvæðagreiðsla“. Í fjórða lagi styðja niðurstöðurnar ekki þá kenningu, að fylgi Vinstri grænna hafi hrunið vegna fylgispektar flokksins við aðildarferlið. Varla færðu stuðningsmenn VG sig yfir á Sjálfstæðisflokkinn, sem er hinum megin í hinu pólitíska litrófi. Tæplega fóru ESB-andstæðingar yfir í Samfylkinguna. Varla kjósa þeir Bjarta framtíð. Þá er Framsóknarflokkurinn eftir, en fylgi þess flokks hefur skroppið saman frá síðustu kosningum, þannig að varla fóru óánægðu vinstri grænu ESB-andstæðingarnir þangað. Í fimmta lagi vekur athygli að innan við fimmtungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynntur því sem nú er opinber stefna flokkanna í Evrópumálum, að gera hlé á aðildarviðræðunum og halda svo þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Þetta gerir líf forystu þessara tveggja flokka varla auðveldara. Í sjötta lagi er áhugavert að bæði í hópi stuðningsmanna VG og Sjálfstæðisflokksins er yfir þriðjungur hlynntur því að halda aðildarviðræðunum áfram. Það er áhugavert að forystumenn í báðum flokkum geri ekki meira en raun ber vitni til að höfða til þessa hóps. Síðast en ekki sízt sýna niðurstöður þessarar könnunar að stærsti hópurinn, um helmingur kjósenda, vill áfram fá að taka upplýsta ákvörðun um tengsl Íslands við Evrópusambandið. Það er líka merkilegt, í ljósi þess hversu stífan áróður margir stjórnmálamenn reka fyrir því að tekin verði ákvörðun án þess að fyrir liggi hvaða kostir Íslandi bjóðast.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar