Skattafleipur Smári McCarthy skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Í grein sinni á Vísi 6. febrúar sl. fór Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, með heilmikið fleipur um skattamál. Hún fullyrðir þar að þegar lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með sé efsta tekjuskattsþrepið á Íslandi 58% og að í öðrum norrænum ríkjum séu skattar lægri. Það ætti nú að vera flestum fullljóst að lífeyrissjóðsiðgjöld eru ekki tekjuskattur og því frekar einkennilegt að telja þau með. En ef ætlunin væri að fara út í þannig æfingar mætti benda á að á Íslandi greiðir vinnuveitandi 8% tryggingagjald en víða á Norðurlöndunum greiðir launþeginn tryggingagjaldið sjálfur. En hvað tekjuskatt varðar er Þórey greinilega ekki með neitt á hreinu. Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru með lægstu skattana. Lægsta tekjuskattsþrepið hér er 37,34%, það efsta er 46,24%, sem gildir bara um upphæðir umfram 704.367 kr. Til samanburðar er efsta skattþrepið í Danmörku 51,7%, í Noregi er það 47,8%, í Finnlandi fer það í 46% þegar mest er og í þeim sveitarfélögum Svíþjóðar þar sem útsvarið er hæst fer tekjuskattur alveg upp í 59%. Þó ber að nefna að ekkert af Norðurlöndunum er með jafn háa skatta og Frakkland, þar sem borguð eru 75% launa í skatt í efsta skattþrepinu. Ástæðan fyrir því að það var ódýrara fyrir manninn sem Þórey talar um í grein sinni að borga skatta í Svíþjóð er vegna þess að þeir eru með sérstakan tekjuskatt, svokallað SINK, upp á 25% fyrir fólk sem býr utan Svíþjóðar. En „skattlandið“ Ísland er með fleira en tekjuskatt. Ýmsir hjáskattar og gjöld eru lagðir á varning af ýmsu tagi. En vitið þið hvað? Þeir eru mun lægri á Íslandi en víðast í Evrópu! Til dæmis er það aðeins í Póllandi þar sem lægri skattar á eldsneyti finnast en á Íslandi, samkvæmt tölum frá OECD. Ef ætlunin væri virkilega að bæta hag meðaltekjufólks væri stærsta búbótin fólgin í því að lækka virðisaukaskatt. Neytendur hugsa sjaldnar um virðisaukaskattinn en tekjuskattinn, því tekjuskatturinn er sundurliðaður fyrir okkur einu sinni í mánuði en virðisaukinn hverfur ofan í hyldýpi kortafærslna. En munurinn er mikill: Tekjuskattur er prógressífur skattur, þar sem fólk sem á meira borgar meira. Virðisaukaskattur er hins vegar regressífur: Stærra hlutfall af launum tekjuminna fólks fer í virðisaukaskatt en af launum tekjuhærra fólks. Hann hefur því í rauninni ósanngjarnari áhrif á tekjuminna fólk en tekjuskatturinn. Það er alveg í lagi að tala um að lækka skatta og gera skattkerfið réttlátara. Það er líka í lagi að tala um hversu fínt það er að búa á Norðurlöndunum. Það er hins vegar ekki í lagi að bulla, líkt og Þórey hefur gert. Ég spái því að fyrir þessar kosningar eigi Sjálfstæðisflokkurinn eftir að reyna að hamra á nákvæmlega þessari tegund af bulli, og reyna að sannfæra alla um að það eina sem þurfi að gera á Íslandi sé að lækka skatta, og þá sérstaklega á hátekjufólk, og að enginn sé betur til þess fallinn en flokkurinn sem kostaði skattborgara rúmlega 202 milljarða í síðustu atrennu. Slíkur málflutningur er afskaplega villandi og á ekki að líðast. Bullið sem fólk þarf að þola er nógu gríðarlegt þótt ekki sé lagt upp í skæruhernað með ósannindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni á Vísi 6. febrúar sl. fór Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, með heilmikið fleipur um skattamál. Hún fullyrðir þar að þegar lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með sé efsta tekjuskattsþrepið á Íslandi 58% og að í öðrum norrænum ríkjum séu skattar lægri. Það ætti nú að vera flestum fullljóst að lífeyrissjóðsiðgjöld eru ekki tekjuskattur og því frekar einkennilegt að telja þau með. En ef ætlunin væri að fara út í þannig æfingar mætti benda á að á Íslandi greiðir vinnuveitandi 8% tryggingagjald en víða á Norðurlöndunum greiðir launþeginn tryggingagjaldið sjálfur. En hvað tekjuskatt varðar er Þórey greinilega ekki með neitt á hreinu. Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru með lægstu skattana. Lægsta tekjuskattsþrepið hér er 37,34%, það efsta er 46,24%, sem gildir bara um upphæðir umfram 704.367 kr. Til samanburðar er efsta skattþrepið í Danmörku 51,7%, í Noregi er það 47,8%, í Finnlandi fer það í 46% þegar mest er og í þeim sveitarfélögum Svíþjóðar þar sem útsvarið er hæst fer tekjuskattur alveg upp í 59%. Þó ber að nefna að ekkert af Norðurlöndunum er með jafn háa skatta og Frakkland, þar sem borguð eru 75% launa í skatt í efsta skattþrepinu. Ástæðan fyrir því að það var ódýrara fyrir manninn sem Þórey talar um í grein sinni að borga skatta í Svíþjóð er vegna þess að þeir eru með sérstakan tekjuskatt, svokallað SINK, upp á 25% fyrir fólk sem býr utan Svíþjóðar. En „skattlandið“ Ísland er með fleira en tekjuskatt. Ýmsir hjáskattar og gjöld eru lagðir á varning af ýmsu tagi. En vitið þið hvað? Þeir eru mun lægri á Íslandi en víðast í Evrópu! Til dæmis er það aðeins í Póllandi þar sem lægri skattar á eldsneyti finnast en á Íslandi, samkvæmt tölum frá OECD. Ef ætlunin væri virkilega að bæta hag meðaltekjufólks væri stærsta búbótin fólgin í því að lækka virðisaukaskatt. Neytendur hugsa sjaldnar um virðisaukaskattinn en tekjuskattinn, því tekjuskatturinn er sundurliðaður fyrir okkur einu sinni í mánuði en virðisaukinn hverfur ofan í hyldýpi kortafærslna. En munurinn er mikill: Tekjuskattur er prógressífur skattur, þar sem fólk sem á meira borgar meira. Virðisaukaskattur er hins vegar regressífur: Stærra hlutfall af launum tekjuminna fólks fer í virðisaukaskatt en af launum tekjuhærra fólks. Hann hefur því í rauninni ósanngjarnari áhrif á tekjuminna fólk en tekjuskatturinn. Það er alveg í lagi að tala um að lækka skatta og gera skattkerfið réttlátara. Það er líka í lagi að tala um hversu fínt það er að búa á Norðurlöndunum. Það er hins vegar ekki í lagi að bulla, líkt og Þórey hefur gert. Ég spái því að fyrir þessar kosningar eigi Sjálfstæðisflokkurinn eftir að reyna að hamra á nákvæmlega þessari tegund af bulli, og reyna að sannfæra alla um að það eina sem þurfi að gera á Íslandi sé að lækka skatta, og þá sérstaklega á hátekjufólk, og að enginn sé betur til þess fallinn en flokkurinn sem kostaði skattborgara rúmlega 202 milljarða í síðustu atrennu. Slíkur málflutningur er afskaplega villandi og á ekki að líðast. Bullið sem fólk þarf að þola er nógu gríðarlegt þótt ekki sé lagt upp í skæruhernað með ósannindum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun