Aukið samstarf gæti skilað miklu Þorgils Jónsson | thorgils@frettabladid.is skrifar 20. mars 2013 06:00 Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna, segir Bandaríkin geta lært mikið af Íslendingum um nýtingu jarðvarma.Fréttablaðið/Valli Mikil tækifæri eru falin í auknu samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í þróun jarðhitanýtingar um heim allan. Þetta segir Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna. Markaðurinn hitti Nathwani fyrir þegar hann var hér á landi fyrir skemmstu. Nathwani var meðal ræðumanna á ráðstefnu Iceland Geothermal um jarðhitanýtingu í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í máli sínu ræddi hann aðallega um stefnu bandarískra stjórnvalda varðandi orkuvinnslu með áherslu á jarðvarma og þróun þess geira. Jarðvarmaorka er, að sögn Nathwanis, hluti af víðtækri umræðu um orku- og umhverfismál innan Bandaríkjanna. Hlutfall jarðvarmaorku hefur haldið sér í hlutfalli við aðra orkugjafa síðustu misseri og í fyrra jókst framleiðsla um fimm prósent og var næstum þrjú gígavött það árið. „Jarðvarmi hefur jafnan lagt til afar stöðuga orku og haldið sömu vaxtarkúrfu,“ segir Nathwani. Ekkert land framleiðir eins mikið af jarðvarma og Bandaríkin. Þar eru aðaljarðhitasvæðin í vesturhluta landsins. Viðlíka aðstæður og á Íslandi má finna í Kaliforníu en svo eru það svokölluð Basin and range-svæði sem ná yfir Nevada, Utah, Idaho og fleiri fylki. Þar skiptast á fjöll og dalir yfir heitum berggrunni sem sendir heitt vatn upp á yfirborðið. Nú er mikil umræða í Bandaríkjunum um að skipta kolum út fyrir umhverfisvænni orkugjafa. Sérð þú fram á að jarðhiti muni á sömu forsendum verða veigameiri hluti af orkuframleiðslunni í Bandaríkjunum á næstu árum? „Í Bandaríkjunum er áherslan á að fá orku eftir fjölbreyttum leiðum þar sem við treystum ekki um of á eina tegund orkuuppsprettu, en jarðvarmi verður vissulega stór hluti af þeim hluta sem lýtur að hreinni orku.“ Jarðhiti sem slíkur er vissulega hrein orka, en hér á Íslandi hefur umræðan einnig snúist um þau áhrif sem virkjanir og vinnsla hafa á umhverfið og hvort þau séu jafnvel óafturkræf. Eru slíkar vangaveltur ofarlega á baugi í Bandaríkjunum? „Það verða alltaf einhvers konar neikvæð viðbrögð við hvers konar tækninýjungum og einhver flötur sem má gagnrýna. Varðandi jarðhita eru vissulega sums staðar, til að mynda á Havaí, uppi áhyggjur af samfélagslegum áhrifum þar sem sitt sýnist hverjum. Á Havaí er nú verið að vinna að reglugerð um jarðvarmavinnslu út frá því sjónarmiði. Þannig að þó að margir séu efins um jarðvarmavinnslu í fyrstu, verða flestir fylgjandi henni þegar allar upplýsingar liggja fyrir og hinum ýmsu spurningum hefur verið svarað.“ Geta Bandaríkin og Ísland unnið saman að þessum málum og lært hvort af öðru? „Já, svo sannarlega. Nánara samstarf getur komið báðum löndum til góða og skilað tækniframförum í nýtingu jarðvarma. Þið Íslendingar eruð afar framarlega á þessu sviði, bæði hvað varðar rannsóknir, verkkunnáttu við vinnslu og leit að orku og við þurfum að læra af ykkur um nýtingu. Við höfum víða ekki verið að ná nógu góðum árangri og getum sótt margt í ykkar smiðju með það. Hvað varðar það hvort við höfum nokkuð til að kenna ykkur, held ég því að það sé meira á hinn veginn?“ Orðræðan varðandi orkugeirann á heimsvísu mótast mikið af loftlagsbreytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar. Getur útbreiðsla jarðvarmatækninnar víðar um heiminn haft jákvæð áhrif að þessu leyti? „Jarðvarmi er hreinn og endurnýjanlegur orkugjafi sem skilar stöðugri orku og framleiðir minna af gróðurhúsalofttegundum en flestir aðrir orkugjafar og ef hann er til dæmis notaður í lokuðu kerfi gefur hann ekkert slíkt frá sér. Frá því sjónarmiði getur jarðvarmatækni lagt gríðarmikið af mörkum í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.“ Hvar telur þú helstu möguleika í uppbyggingu jarðvarma liggja á næstu árum? „Til dæmis í Afríku, á Indónesíu, Filippseyjum, Suður-Ameríku og Mið-Ameríku. Meira eða minna öllum löndum sem tengjast eldhringnum svokallaða í kringum Kyrrahafið. Tækifærin eru nær óþrjótandi.“ Og er þá samvinna Íslands og Bandaríkjanna í þessum málum vel til þess fallin að nýta þá möguleika sem best? „Við hittum fyrir skemmstu aðila úr rannsóknargeiranum hér á landi og það er nær samdóma álit allra að aukin samvinna ríkjanna um að kynna þá valkosti sem jarðvarmaorka hefur upp á að bjóða í þróunarríkjum geti eflt þá þróun til muna.“ Loftslagsmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Mikil tækifæri eru falin í auknu samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í þróun jarðhitanýtingar um heim allan. Þetta segir Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna. Markaðurinn hitti Nathwani fyrir þegar hann var hér á landi fyrir skemmstu. Nathwani var meðal ræðumanna á ráðstefnu Iceland Geothermal um jarðhitanýtingu í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í máli sínu ræddi hann aðallega um stefnu bandarískra stjórnvalda varðandi orkuvinnslu með áherslu á jarðvarma og þróun þess geira. Jarðvarmaorka er, að sögn Nathwanis, hluti af víðtækri umræðu um orku- og umhverfismál innan Bandaríkjanna. Hlutfall jarðvarmaorku hefur haldið sér í hlutfalli við aðra orkugjafa síðustu misseri og í fyrra jókst framleiðsla um fimm prósent og var næstum þrjú gígavött það árið. „Jarðvarmi hefur jafnan lagt til afar stöðuga orku og haldið sömu vaxtarkúrfu,“ segir Nathwani. Ekkert land framleiðir eins mikið af jarðvarma og Bandaríkin. Þar eru aðaljarðhitasvæðin í vesturhluta landsins. Viðlíka aðstæður og á Íslandi má finna í Kaliforníu en svo eru það svokölluð Basin and range-svæði sem ná yfir Nevada, Utah, Idaho og fleiri fylki. Þar skiptast á fjöll og dalir yfir heitum berggrunni sem sendir heitt vatn upp á yfirborðið. Nú er mikil umræða í Bandaríkjunum um að skipta kolum út fyrir umhverfisvænni orkugjafa. Sérð þú fram á að jarðhiti muni á sömu forsendum verða veigameiri hluti af orkuframleiðslunni í Bandaríkjunum á næstu árum? „Í Bandaríkjunum er áherslan á að fá orku eftir fjölbreyttum leiðum þar sem við treystum ekki um of á eina tegund orkuuppsprettu, en jarðvarmi verður vissulega stór hluti af þeim hluta sem lýtur að hreinni orku.“ Jarðhiti sem slíkur er vissulega hrein orka, en hér á Íslandi hefur umræðan einnig snúist um þau áhrif sem virkjanir og vinnsla hafa á umhverfið og hvort þau séu jafnvel óafturkræf. Eru slíkar vangaveltur ofarlega á baugi í Bandaríkjunum? „Það verða alltaf einhvers konar neikvæð viðbrögð við hvers konar tækninýjungum og einhver flötur sem má gagnrýna. Varðandi jarðhita eru vissulega sums staðar, til að mynda á Havaí, uppi áhyggjur af samfélagslegum áhrifum þar sem sitt sýnist hverjum. Á Havaí er nú verið að vinna að reglugerð um jarðvarmavinnslu út frá því sjónarmiði. Þannig að þó að margir séu efins um jarðvarmavinnslu í fyrstu, verða flestir fylgjandi henni þegar allar upplýsingar liggja fyrir og hinum ýmsu spurningum hefur verið svarað.“ Geta Bandaríkin og Ísland unnið saman að þessum málum og lært hvort af öðru? „Já, svo sannarlega. Nánara samstarf getur komið báðum löndum til góða og skilað tækniframförum í nýtingu jarðvarma. Þið Íslendingar eruð afar framarlega á þessu sviði, bæði hvað varðar rannsóknir, verkkunnáttu við vinnslu og leit að orku og við þurfum að læra af ykkur um nýtingu. Við höfum víða ekki verið að ná nógu góðum árangri og getum sótt margt í ykkar smiðju með það. Hvað varðar það hvort við höfum nokkuð til að kenna ykkur, held ég því að það sé meira á hinn veginn?“ Orðræðan varðandi orkugeirann á heimsvísu mótast mikið af loftlagsbreytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar. Getur útbreiðsla jarðvarmatækninnar víðar um heiminn haft jákvæð áhrif að þessu leyti? „Jarðvarmi er hreinn og endurnýjanlegur orkugjafi sem skilar stöðugri orku og framleiðir minna af gróðurhúsalofttegundum en flestir aðrir orkugjafar og ef hann er til dæmis notaður í lokuðu kerfi gefur hann ekkert slíkt frá sér. Frá því sjónarmiði getur jarðvarmatækni lagt gríðarmikið af mörkum í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.“ Hvar telur þú helstu möguleika í uppbyggingu jarðvarma liggja á næstu árum? „Til dæmis í Afríku, á Indónesíu, Filippseyjum, Suður-Ameríku og Mið-Ameríku. Meira eða minna öllum löndum sem tengjast eldhringnum svokallaða í kringum Kyrrahafið. Tækifærin eru nær óþrjótandi.“ Og er þá samvinna Íslands og Bandaríkjanna í þessum málum vel til þess fallin að nýta þá möguleika sem best? „Við hittum fyrir skemmstu aðila úr rannsóknargeiranum hér á landi og það er nær samdóma álit allra að aukin samvinna ríkjanna um að kynna þá valkosti sem jarðvarmaorka hefur upp á að bjóða í þróunarríkjum geti eflt þá þróun til muna.“
Loftslagsmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira