Aukið samstarf gæti skilað miklu Þorgils Jónsson | thorgils@frettabladid.is skrifar 20. mars 2013 06:00 Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna, segir Bandaríkin geta lært mikið af Íslendingum um nýtingu jarðvarma.Fréttablaðið/Valli Mikil tækifæri eru falin í auknu samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í þróun jarðhitanýtingar um heim allan. Þetta segir Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna. Markaðurinn hitti Nathwani fyrir þegar hann var hér á landi fyrir skemmstu. Nathwani var meðal ræðumanna á ráðstefnu Iceland Geothermal um jarðhitanýtingu í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í máli sínu ræddi hann aðallega um stefnu bandarískra stjórnvalda varðandi orkuvinnslu með áherslu á jarðvarma og þróun þess geira. Jarðvarmaorka er, að sögn Nathwanis, hluti af víðtækri umræðu um orku- og umhverfismál innan Bandaríkjanna. Hlutfall jarðvarmaorku hefur haldið sér í hlutfalli við aðra orkugjafa síðustu misseri og í fyrra jókst framleiðsla um fimm prósent og var næstum þrjú gígavött það árið. „Jarðvarmi hefur jafnan lagt til afar stöðuga orku og haldið sömu vaxtarkúrfu,“ segir Nathwani. Ekkert land framleiðir eins mikið af jarðvarma og Bandaríkin. Þar eru aðaljarðhitasvæðin í vesturhluta landsins. Viðlíka aðstæður og á Íslandi má finna í Kaliforníu en svo eru það svokölluð Basin and range-svæði sem ná yfir Nevada, Utah, Idaho og fleiri fylki. Þar skiptast á fjöll og dalir yfir heitum berggrunni sem sendir heitt vatn upp á yfirborðið. Nú er mikil umræða í Bandaríkjunum um að skipta kolum út fyrir umhverfisvænni orkugjafa. Sérð þú fram á að jarðhiti muni á sömu forsendum verða veigameiri hluti af orkuframleiðslunni í Bandaríkjunum á næstu árum? „Í Bandaríkjunum er áherslan á að fá orku eftir fjölbreyttum leiðum þar sem við treystum ekki um of á eina tegund orkuuppsprettu, en jarðvarmi verður vissulega stór hluti af þeim hluta sem lýtur að hreinni orku.“ Jarðhiti sem slíkur er vissulega hrein orka, en hér á Íslandi hefur umræðan einnig snúist um þau áhrif sem virkjanir og vinnsla hafa á umhverfið og hvort þau séu jafnvel óafturkræf. Eru slíkar vangaveltur ofarlega á baugi í Bandaríkjunum? „Það verða alltaf einhvers konar neikvæð viðbrögð við hvers konar tækninýjungum og einhver flötur sem má gagnrýna. Varðandi jarðhita eru vissulega sums staðar, til að mynda á Havaí, uppi áhyggjur af samfélagslegum áhrifum þar sem sitt sýnist hverjum. Á Havaí er nú verið að vinna að reglugerð um jarðvarmavinnslu út frá því sjónarmiði. Þannig að þó að margir séu efins um jarðvarmavinnslu í fyrstu, verða flestir fylgjandi henni þegar allar upplýsingar liggja fyrir og hinum ýmsu spurningum hefur verið svarað.“ Geta Bandaríkin og Ísland unnið saman að þessum málum og lært hvort af öðru? „Já, svo sannarlega. Nánara samstarf getur komið báðum löndum til góða og skilað tækniframförum í nýtingu jarðvarma. Þið Íslendingar eruð afar framarlega á þessu sviði, bæði hvað varðar rannsóknir, verkkunnáttu við vinnslu og leit að orku og við þurfum að læra af ykkur um nýtingu. Við höfum víða ekki verið að ná nógu góðum árangri og getum sótt margt í ykkar smiðju með það. Hvað varðar það hvort við höfum nokkuð til að kenna ykkur, held ég því að það sé meira á hinn veginn?“ Orðræðan varðandi orkugeirann á heimsvísu mótast mikið af loftlagsbreytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar. Getur útbreiðsla jarðvarmatækninnar víðar um heiminn haft jákvæð áhrif að þessu leyti? „Jarðvarmi er hreinn og endurnýjanlegur orkugjafi sem skilar stöðugri orku og framleiðir minna af gróðurhúsalofttegundum en flestir aðrir orkugjafar og ef hann er til dæmis notaður í lokuðu kerfi gefur hann ekkert slíkt frá sér. Frá því sjónarmiði getur jarðvarmatækni lagt gríðarmikið af mörkum í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.“ Hvar telur þú helstu möguleika í uppbyggingu jarðvarma liggja á næstu árum? „Til dæmis í Afríku, á Indónesíu, Filippseyjum, Suður-Ameríku og Mið-Ameríku. Meira eða minna öllum löndum sem tengjast eldhringnum svokallaða í kringum Kyrrahafið. Tækifærin eru nær óþrjótandi.“ Og er þá samvinna Íslands og Bandaríkjanna í þessum málum vel til þess fallin að nýta þá möguleika sem best? „Við hittum fyrir skemmstu aðila úr rannsóknargeiranum hér á landi og það er nær samdóma álit allra að aukin samvinna ríkjanna um að kynna þá valkosti sem jarðvarmaorka hefur upp á að bjóða í þróunarríkjum geti eflt þá þróun til muna.“ Loftslagsmál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Mikil tækifæri eru falin í auknu samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í þróun jarðhitanýtingar um heim allan. Þetta segir Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna. Markaðurinn hitti Nathwani fyrir þegar hann var hér á landi fyrir skemmstu. Nathwani var meðal ræðumanna á ráðstefnu Iceland Geothermal um jarðhitanýtingu í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í máli sínu ræddi hann aðallega um stefnu bandarískra stjórnvalda varðandi orkuvinnslu með áherslu á jarðvarma og þróun þess geira. Jarðvarmaorka er, að sögn Nathwanis, hluti af víðtækri umræðu um orku- og umhverfismál innan Bandaríkjanna. Hlutfall jarðvarmaorku hefur haldið sér í hlutfalli við aðra orkugjafa síðustu misseri og í fyrra jókst framleiðsla um fimm prósent og var næstum þrjú gígavött það árið. „Jarðvarmi hefur jafnan lagt til afar stöðuga orku og haldið sömu vaxtarkúrfu,“ segir Nathwani. Ekkert land framleiðir eins mikið af jarðvarma og Bandaríkin. Þar eru aðaljarðhitasvæðin í vesturhluta landsins. Viðlíka aðstæður og á Íslandi má finna í Kaliforníu en svo eru það svokölluð Basin and range-svæði sem ná yfir Nevada, Utah, Idaho og fleiri fylki. Þar skiptast á fjöll og dalir yfir heitum berggrunni sem sendir heitt vatn upp á yfirborðið. Nú er mikil umræða í Bandaríkjunum um að skipta kolum út fyrir umhverfisvænni orkugjafa. Sérð þú fram á að jarðhiti muni á sömu forsendum verða veigameiri hluti af orkuframleiðslunni í Bandaríkjunum á næstu árum? „Í Bandaríkjunum er áherslan á að fá orku eftir fjölbreyttum leiðum þar sem við treystum ekki um of á eina tegund orkuuppsprettu, en jarðvarmi verður vissulega stór hluti af þeim hluta sem lýtur að hreinni orku.“ Jarðhiti sem slíkur er vissulega hrein orka, en hér á Íslandi hefur umræðan einnig snúist um þau áhrif sem virkjanir og vinnsla hafa á umhverfið og hvort þau séu jafnvel óafturkræf. Eru slíkar vangaveltur ofarlega á baugi í Bandaríkjunum? „Það verða alltaf einhvers konar neikvæð viðbrögð við hvers konar tækninýjungum og einhver flötur sem má gagnrýna. Varðandi jarðhita eru vissulega sums staðar, til að mynda á Havaí, uppi áhyggjur af samfélagslegum áhrifum þar sem sitt sýnist hverjum. Á Havaí er nú verið að vinna að reglugerð um jarðvarmavinnslu út frá því sjónarmiði. Þannig að þó að margir séu efins um jarðvarmavinnslu í fyrstu, verða flestir fylgjandi henni þegar allar upplýsingar liggja fyrir og hinum ýmsu spurningum hefur verið svarað.“ Geta Bandaríkin og Ísland unnið saman að þessum málum og lært hvort af öðru? „Já, svo sannarlega. Nánara samstarf getur komið báðum löndum til góða og skilað tækniframförum í nýtingu jarðvarma. Þið Íslendingar eruð afar framarlega á þessu sviði, bæði hvað varðar rannsóknir, verkkunnáttu við vinnslu og leit að orku og við þurfum að læra af ykkur um nýtingu. Við höfum víða ekki verið að ná nógu góðum árangri og getum sótt margt í ykkar smiðju með það. Hvað varðar það hvort við höfum nokkuð til að kenna ykkur, held ég því að það sé meira á hinn veginn?“ Orðræðan varðandi orkugeirann á heimsvísu mótast mikið af loftlagsbreytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar. Getur útbreiðsla jarðvarmatækninnar víðar um heiminn haft jákvæð áhrif að þessu leyti? „Jarðvarmi er hreinn og endurnýjanlegur orkugjafi sem skilar stöðugri orku og framleiðir minna af gróðurhúsalofttegundum en flestir aðrir orkugjafar og ef hann er til dæmis notaður í lokuðu kerfi gefur hann ekkert slíkt frá sér. Frá því sjónarmiði getur jarðvarmatækni lagt gríðarmikið af mörkum í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.“ Hvar telur þú helstu möguleika í uppbyggingu jarðvarma liggja á næstu árum? „Til dæmis í Afríku, á Indónesíu, Filippseyjum, Suður-Ameríku og Mið-Ameríku. Meira eða minna öllum löndum sem tengjast eldhringnum svokallaða í kringum Kyrrahafið. Tækifærin eru nær óþrjótandi.“ Og er þá samvinna Íslands og Bandaríkjanna í þessum málum vel til þess fallin að nýta þá möguleika sem best? „Við hittum fyrir skemmstu aðila úr rannsóknargeiranum hér á landi og það er nær samdóma álit allra að aukin samvinna ríkjanna um að kynna þá valkosti sem jarðvarmaorka hefur upp á að bjóða í þróunarríkjum geti eflt þá þróun til muna.“
Loftslagsmál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira