Undið ofan af klúðri fortíðar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. júní 2013 07:00 Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulagsdrögunum undanfarna daga benda til að pólitísk samstaða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þéttingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgsóskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfisverndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsaraðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meirihluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki byggingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðuþingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætisráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulagsdrögunum undanfarna daga benda til að pólitísk samstaða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þéttingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgsóskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfisverndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsaraðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meirihluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki byggingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðuþingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætisráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar