Sjálfstæðismönnum má treysta Benedikt Jóhannesson skrifar 28. júní 2013 06:00 Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu samskiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrirgreiðslu að sitja í biðsölum bankastjóranna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla kommans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsynlegt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálfhverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar málefninu. Allir vita hvernig fór. Kjósendur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Benediktsson loforð um að þjóðin kysi um framhald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu samskiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrirgreiðslu að sitja í biðsölum bankastjóranna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla kommans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsynlegt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálfhverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar málefninu. Allir vita hvernig fór. Kjósendur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Benediktsson loforð um að þjóðin kysi um framhald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar