Aníta er óslípaður demantur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2013 00:01 Aníta Hinriksdóttir Mynd/Vilhelm ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir stal enn á nýju sviðsljósinu um síðustu helgi þegar hún setti nýtt og stórglæsilegt Íslandsmet í 800 metra hlaupi. Þessi 17 ára stelpa forðast sviðsljósið og verður seint sökuð um það að trana sér fram í fjölmiðlum en afrekin á hlaupabrautinni öskra á samanburð við besta frjálsíþróttafólk Íslandssögunnar. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, framkvæmdastjóra FRÍ, Þóreyju Eddu Elísdóttir, verkefnisstjóra FRÍ og Fríðu Rún Þórðardóttur úr stjórn FRÍ til þess að segja sína skoðun á afrekum Anítu.Eitt mesta efni sem við höfum séð „Hún er einstök og jaðrar við það besta sem við höfðum séð í hennar grein í heiminum,“ segir Jónas. „Þetta er óslípaður demantur. Þetta er eitt mesta efni sem við höfum séð í íslenskum íþróttum í háa herrans tíð. Við höfum átt gott fólk eins og Jón Arnar Magnússon, Guðrúnu Arnardóttur, Völu Flosadóttur, Einar Vilhjálmsson, Hrein Halldórsson og fleiri. Ég held að hún sé ekki síðra og jafnvel meira efni en þetta fólk án þess að geta borið það nákvæmlega saman,“ segir Jónas. „Hún heldur áfram að sprengja alla skala. Hún kemur sífellt á óvart. Ég hélt að 2.01.17 væri tími sem væri erfitt fyrir hana að slá og bætingarnar yrðu eitthvað hægari. Fólk má alveg fara að búast við því að hún eigi eftir að bæta sig hægar því það styttist í toppinn. Hún er komin það langt. Ég sagði þetta samt líka þegar hún hljóp á 2.01.17 og svo hljóp hún 2.00.49 sem er bara ótrúlegt. Ég gapti bara þegar ég sá þetta,“ segir Þórey Edda Elísdóttir um árangur Anítu. „Við erum ákaflega stolt af þessari stúlku og hún vekur athygli. Þetta er góð auglýsing fyrir Ísland því það er tekið eftir henni. Ef hún heldur vel á spöðunum þessi stúlka þá á hún eftir að bæta sig í áratug í viðbót og vera í fremstu röð í heiminum. Hún á möguleika á því,“ segir Jónas.Gleðigjafinn helgi eftir helgi „Hún er gleðigjafinn hjá okkur helgi eftir helgi. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni og umgjörðin í kringum hana er svo sterk og þau vita alveg hvert þau eru að stefna. Það er ekkert verið að flana að neinu,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir og bætir við: „Ég hefði varla trúað þessu því þetta er svo stórkostlegt hjá henni. Hún er alltaf svo mjúk og flott og gerir þetta eins og að drekka vatn. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum ekki átt efnilegri hlaupakonu,“ segir Fríða Rún. „Hún vekur athygli allstaðar enda ásamt því að vera ung er hún líka með sérstakan hlaupastíl. Það má samt ekki gleyma því að hún er einungis 17 ára og því mikilvægt að lágmarka utanaðkomandi pressu og leyfa henni að njóta stundarinnar. Þetta er rétt að byrja hjá henni því þetta er bara annað árið hennar í landsliðinu. Í rauninni er hún bara byrjandi,“ segir Þórey Edda en bætir við: „Ég hef fylgst með efnilegu fólki en það eru fáir sem hafa komið jafn mikið á óvart eins og hún. Þó að ég viti að hún sé efnileg þá stígur hún einhvern veginn alltaf skrefinu lengra en maður býst við og hreinlega sprengir alla skala. Ég hef aldrei séð annað eins og þó að ég sé ekki gömul í þessu þá eru örugglega margir aðrir sem gapa líka yfir þessu,“ segir Þórey Edda. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir stal enn á nýju sviðsljósinu um síðustu helgi þegar hún setti nýtt og stórglæsilegt Íslandsmet í 800 metra hlaupi. Þessi 17 ára stelpa forðast sviðsljósið og verður seint sökuð um það að trana sér fram í fjölmiðlum en afrekin á hlaupabrautinni öskra á samanburð við besta frjálsíþróttafólk Íslandssögunnar. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, framkvæmdastjóra FRÍ, Þóreyju Eddu Elísdóttir, verkefnisstjóra FRÍ og Fríðu Rún Þórðardóttur úr stjórn FRÍ til þess að segja sína skoðun á afrekum Anítu.Eitt mesta efni sem við höfum séð „Hún er einstök og jaðrar við það besta sem við höfðum séð í hennar grein í heiminum,“ segir Jónas. „Þetta er óslípaður demantur. Þetta er eitt mesta efni sem við höfum séð í íslenskum íþróttum í háa herrans tíð. Við höfum átt gott fólk eins og Jón Arnar Magnússon, Guðrúnu Arnardóttur, Völu Flosadóttur, Einar Vilhjálmsson, Hrein Halldórsson og fleiri. Ég held að hún sé ekki síðra og jafnvel meira efni en þetta fólk án þess að geta borið það nákvæmlega saman,“ segir Jónas. „Hún heldur áfram að sprengja alla skala. Hún kemur sífellt á óvart. Ég hélt að 2.01.17 væri tími sem væri erfitt fyrir hana að slá og bætingarnar yrðu eitthvað hægari. Fólk má alveg fara að búast við því að hún eigi eftir að bæta sig hægar því það styttist í toppinn. Hún er komin það langt. Ég sagði þetta samt líka þegar hún hljóp á 2.01.17 og svo hljóp hún 2.00.49 sem er bara ótrúlegt. Ég gapti bara þegar ég sá þetta,“ segir Þórey Edda Elísdóttir um árangur Anítu. „Við erum ákaflega stolt af þessari stúlku og hún vekur athygli. Þetta er góð auglýsing fyrir Ísland því það er tekið eftir henni. Ef hún heldur vel á spöðunum þessi stúlka þá á hún eftir að bæta sig í áratug í viðbót og vera í fremstu röð í heiminum. Hún á möguleika á því,“ segir Jónas.Gleðigjafinn helgi eftir helgi „Hún er gleðigjafinn hjá okkur helgi eftir helgi. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni og umgjörðin í kringum hana er svo sterk og þau vita alveg hvert þau eru að stefna. Það er ekkert verið að flana að neinu,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir og bætir við: „Ég hefði varla trúað þessu því þetta er svo stórkostlegt hjá henni. Hún er alltaf svo mjúk og flott og gerir þetta eins og að drekka vatn. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum ekki átt efnilegri hlaupakonu,“ segir Fríða Rún. „Hún vekur athygli allstaðar enda ásamt því að vera ung er hún líka með sérstakan hlaupastíl. Það má samt ekki gleyma því að hún er einungis 17 ára og því mikilvægt að lágmarka utanaðkomandi pressu og leyfa henni að njóta stundarinnar. Þetta er rétt að byrja hjá henni því þetta er bara annað árið hennar í landsliðinu. Í rauninni er hún bara byrjandi,“ segir Þórey Edda en bætir við: „Ég hef fylgst með efnilegu fólki en það eru fáir sem hafa komið jafn mikið á óvart eins og hún. Þó að ég viti að hún sé efnileg þá stígur hún einhvern veginn alltaf skrefinu lengra en maður býst við og hreinlega sprengir alla skala. Ég hef aldrei séð annað eins og þó að ég sé ekki gömul í þessu þá eru örugglega margir aðrir sem gapa líka yfir þessu,“ segir Þórey Edda.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira