Leynibréfið – eða þannig sko Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. september 2013 06:00 Leynt hefur farið bréf sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom á framfæri við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Í bréfinu segir svo í íslenskri þýðingu: „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer þess hér með á leit við íslensku ríkisstjórnina að samningaviðræður þær, sem legið hafa niðri um nokkurt skeið milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verði hafnar að nýju. Framkvæmdastjórnin tekur fram, að það er þó ekki vilji Framkvæmdastjórnarinnar að lýðveldið Ísland tengist Evrópusambandinu nánar en þegar er orðið enda er það stefna Framkvæmdastjórnarinnar að viðræðurnar leiði ekki til þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Hvað er að tarna? Er Baroso endanlega orðinn vitlaus eða er verið að gera grín að hinni frjálsu og yfirtaks sjálfstæðu íslensku þjóð?Þjóðsaga? Getur það verið að það sé þjóðsaga að slíkt bréf hafi borist? En skyldu Sigmundur Davíð og Bjarni – já og Davíð hinn ekki hafa orðið skrýtnir í framan ef svo væri? Nú eða Þorsteinn Pálsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir? Ef ESB vildi halda viðræðunum áfram þó tekið sé fram að enginn sé vilji til þess á þeim bænum að viðræðunum ljúki með jákvæðri afgreiðslu heldur þvert á móti! Skyldi finnast í heimssögunni dæmi um slíkar bréfasendingar í diplómatíunni? Nei, ekki svo vitað sé. Samt vilja heiðarlegir og skynsamir sjálfstæðismenn að sambærilegt bréf berist frá ríkisstjórn Íslands með ósk um áframhaldandi viðræður jafnvel þó ekki bara ríkisstjórnin sjálf heldur báðir stjórnarflokkarnir séu alfarið á móti því að viðræðurnar leiði til þess að Ísland gerist aðili að ESB! Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ekki bara báðir þá afdráttarlausu stefnu heldur kröfðust þess meira að segja; a.m.k. landsfundur Sjálfstæðisflokksins; að Evrópustofu yrði lokað og starfsmönnum hent úr landi. Andúðin er slík, að gamalkunna Rússahatrið kemst ekki með tærnar þar sem ESB-andúðin er með hælana.Þetta studduð þið! Mér dettur ekki í hug að efa, að margir góðir Sjálfstæðismenn; þ.á.m. forystumenn í íslensku atvinnulífi; vildu og vilja í einlægni ljúka samningaviðræðum við ESB í þeirri von að þær leiði til jákvæðrar niðurstöðu til heilla og hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Þeir greiddu hins vegar atkvæði þannig í síðustu kosningum, að slíkt getur nú ekki orðið. Það gerðu þeir vitandi vits. Þeim var nær! Halda þeir virkilega að Davíð muni leyfa að ósk um áframhaldandi viðræður berist frá núverandi stjórnvöldum. Nei, vinir góðir. Slíkt erindi berst ekki á þessu kjörtímabili. Og mun ekki berast á því næsta nema þið kjósið öðruvísi þá en þið gerðuð síðast. Með atkvæði ykkar öxluðuð þið ábyrgð á vegferðinni. Þið vissuð vel hvað þið voruð þá að gera – en gerðuð það samt! Ykkur var nær! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Leynt hefur farið bréf sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom á framfæri við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Í bréfinu segir svo í íslenskri þýðingu: „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer þess hér með á leit við íslensku ríkisstjórnina að samningaviðræður þær, sem legið hafa niðri um nokkurt skeið milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verði hafnar að nýju. Framkvæmdastjórnin tekur fram, að það er þó ekki vilji Framkvæmdastjórnarinnar að lýðveldið Ísland tengist Evrópusambandinu nánar en þegar er orðið enda er það stefna Framkvæmdastjórnarinnar að viðræðurnar leiði ekki til þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Hvað er að tarna? Er Baroso endanlega orðinn vitlaus eða er verið að gera grín að hinni frjálsu og yfirtaks sjálfstæðu íslensku þjóð?Þjóðsaga? Getur það verið að það sé þjóðsaga að slíkt bréf hafi borist? En skyldu Sigmundur Davíð og Bjarni – já og Davíð hinn ekki hafa orðið skrýtnir í framan ef svo væri? Nú eða Þorsteinn Pálsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir? Ef ESB vildi halda viðræðunum áfram þó tekið sé fram að enginn sé vilji til þess á þeim bænum að viðræðunum ljúki með jákvæðri afgreiðslu heldur þvert á móti! Skyldi finnast í heimssögunni dæmi um slíkar bréfasendingar í diplómatíunni? Nei, ekki svo vitað sé. Samt vilja heiðarlegir og skynsamir sjálfstæðismenn að sambærilegt bréf berist frá ríkisstjórn Íslands með ósk um áframhaldandi viðræður jafnvel þó ekki bara ríkisstjórnin sjálf heldur báðir stjórnarflokkarnir séu alfarið á móti því að viðræðurnar leiði til þess að Ísland gerist aðili að ESB! Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ekki bara báðir þá afdráttarlausu stefnu heldur kröfðust þess meira að segja; a.m.k. landsfundur Sjálfstæðisflokksins; að Evrópustofu yrði lokað og starfsmönnum hent úr landi. Andúðin er slík, að gamalkunna Rússahatrið kemst ekki með tærnar þar sem ESB-andúðin er með hælana.Þetta studduð þið! Mér dettur ekki í hug að efa, að margir góðir Sjálfstæðismenn; þ.á.m. forystumenn í íslensku atvinnulífi; vildu og vilja í einlægni ljúka samningaviðræðum við ESB í þeirri von að þær leiði til jákvæðrar niðurstöðu til heilla og hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Þeir greiddu hins vegar atkvæði þannig í síðustu kosningum, að slíkt getur nú ekki orðið. Það gerðu þeir vitandi vits. Þeim var nær! Halda þeir virkilega að Davíð muni leyfa að ósk um áframhaldandi viðræður berist frá núverandi stjórnvöldum. Nei, vinir góðir. Slíkt erindi berst ekki á þessu kjörtímabili. Og mun ekki berast á því næsta nema þið kjósið öðruvísi þá en þið gerðuð síðast. Með atkvæði ykkar öxluðuð þið ábyrgð á vegferðinni. Þið vissuð vel hvað þið voruð þá að gera – en gerðuð það samt! Ykkur var nær!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun