Arctic Circle og tækifærin í endurnýjanlegri orku Halla Hrund Logadóttir skrifar 16. október 2013 06:00 Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns af vettvangi stjórnmála, frá félagasamtökum, háskólum og fyrirtækjum frá yfir 40 þjóðlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar og voru þátttakendur hvaðanæva sammála um að hún hefði verið mjög gagnlegur og þarfur vettvangur um þessi málefni. Rauði þráðurinn í upphafsstefi Arctic Circle var mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingunum. Hröð hlýnun jarðar hefur sífellt meiri áhrif á lífríki, ekki bara á norðurslóðum heldur alls staðar í heiminum. Lögmaður Færeyja nefndi til dæmis áhrif hlýnunar á fiskistofna og fulltrúar frá ríkjum Asíu fjölluðu um afleiðingarnar fyrir Himalaja-svæðið. Einna áhrifamest var þó innlegg fulltrúa Singapúr sem útskýrði að hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar íss um einungis 1,2 metra þýddi að bróðurpartur landsins færi undir sjávarmál. Þessi áhrif aukins magns gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu skýrir meðal annars hvers vegna ríki alls staðar í heiminum, svo sem Singapúr, taka þátt í umræðunni um áhrif bráðnunar íss á norðurslóðum og leggja sífellt meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hvatning fyrir aðrar þjóðir Ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þekking Íslendinga nær ekki bara til notkunar tækninnar á þessu sviði heldur er Ísland dæmi um hvernig heil þjóð getur breytt áherslum sínum frá kolum og olíu yfir í endurnýjanlegri orkugjafa á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan Íslendingar eru lánsamir hvað varðar aðgengi að slíkri orku er umbreyting okkar engu að síður mikilvægt dæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir að læra af. Augljóst er að eftirspurn er eftir þekkingu á þessu sviði, enda skiptir hún máli fyrir loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Nýlegur risasamningur Reykjavik Geothermal um uppbyggingu jarðvarmavirkjana í Eþíópíu og fjöldi erlendra nemenda sem sækja nám við Iceland School of Energy við HR til að læra um orkumál eru dæmi um hvernig Ísland er að leggja þessari baráttu lið með beinum hætti. Vinnum saman og leggjum enn meiri áherslu á að flytja þekkingu Íslendinga út á þessu sviði í gegnum menntun, ráðgjöf og verkefni – Singapúr, Íslandi og heiminum öllum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns af vettvangi stjórnmála, frá félagasamtökum, háskólum og fyrirtækjum frá yfir 40 þjóðlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar og voru þátttakendur hvaðanæva sammála um að hún hefði verið mjög gagnlegur og þarfur vettvangur um þessi málefni. Rauði þráðurinn í upphafsstefi Arctic Circle var mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingunum. Hröð hlýnun jarðar hefur sífellt meiri áhrif á lífríki, ekki bara á norðurslóðum heldur alls staðar í heiminum. Lögmaður Færeyja nefndi til dæmis áhrif hlýnunar á fiskistofna og fulltrúar frá ríkjum Asíu fjölluðu um afleiðingarnar fyrir Himalaja-svæðið. Einna áhrifamest var þó innlegg fulltrúa Singapúr sem útskýrði að hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar íss um einungis 1,2 metra þýddi að bróðurpartur landsins færi undir sjávarmál. Þessi áhrif aukins magns gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu skýrir meðal annars hvers vegna ríki alls staðar í heiminum, svo sem Singapúr, taka þátt í umræðunni um áhrif bráðnunar íss á norðurslóðum og leggja sífellt meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hvatning fyrir aðrar þjóðir Ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þekking Íslendinga nær ekki bara til notkunar tækninnar á þessu sviði heldur er Ísland dæmi um hvernig heil þjóð getur breytt áherslum sínum frá kolum og olíu yfir í endurnýjanlegri orkugjafa á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan Íslendingar eru lánsamir hvað varðar aðgengi að slíkri orku er umbreyting okkar engu að síður mikilvægt dæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir að læra af. Augljóst er að eftirspurn er eftir þekkingu á þessu sviði, enda skiptir hún máli fyrir loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Nýlegur risasamningur Reykjavik Geothermal um uppbyggingu jarðvarmavirkjana í Eþíópíu og fjöldi erlendra nemenda sem sækja nám við Iceland School of Energy við HR til að læra um orkumál eru dæmi um hvernig Ísland er að leggja þessari baráttu lið með beinum hætti. Vinnum saman og leggjum enn meiri áherslu á að flytja þekkingu Íslendinga út á þessu sviði í gegnum menntun, ráðgjöf og verkefni – Singapúr, Íslandi og heiminum öllum til góða.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun