Of þungri vél brotlent við sumarhús Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. nóvember 2013 07:00 "Flugvélin rann eftir hryggnum, kastaðist yfir veg og hafnaði loks á grasbala við sumarbústað, um 70 metrum frá þeim stað þar sem hún kom fyrst niður,“ segir rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mynd/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slösust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg.Hér sést hvernig flogið var þvers og kruss yfir sumarhúsabyggðinni áður en flugmaðurin fann sumarbústað ættingja sinna.Kort/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysaFlugmaðurinn og hinn tilvonandi leigutakinn slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slöuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstafina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikninga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kveður vélinna í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmanninum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mismunar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin.TF-KEX á slysstað. Cessna vélin gereyðilagðist.Mynd/úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnseldsneytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleiðis var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin segir mögulegar gangtruflanir eina orsök slyssins. Sjálfur bar flugmaðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygjunnar afdfrifaríku.Orsakir flugslyssins við Langholtsfjall 1. apríl 2010 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju sterkum hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli.Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slösust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg.Hér sést hvernig flogið var þvers og kruss yfir sumarhúsabyggðinni áður en flugmaðurin fann sumarbústað ættingja sinna.Kort/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysaFlugmaðurinn og hinn tilvonandi leigutakinn slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slöuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstafina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikninga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kveður vélinna í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmanninum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mismunar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin.TF-KEX á slysstað. Cessna vélin gereyðilagðist.Mynd/úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnseldsneytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleiðis var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin segir mögulegar gangtruflanir eina orsök slyssins. Sjálfur bar flugmaðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygjunnar afdfrifaríku.Orsakir flugslyssins við Langholtsfjall 1. apríl 2010 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju sterkum hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli.Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira