Hugrekki - Umhyggja - Umburðarlyndi - Virðing Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 09:14 Öll börn á Íslandi eiga rétt á því að lifa og þroskast, þau eiga rétt á lífsskilyrðum sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Þau eiga rétt á að rækta hæfileika sína og á umönnun og vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Þessi og önnur réttindi barna voru lögfest á Íslandi með lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. febrúar 2013. Í sáttmálanum er kveðið á um að bannað sé að mismuna börnum hvað varðar þessi réttindi. Öll börn eiga að njóta þessara réttinda, óháð stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Þegar barn byrjar í leikskóla og seinna í grunnskóla, má segja að foreldrar afhendi börn sín í hendur skólasamfélaginu með von í brjósti um að þarna muni barninu líða vel, eignast vini og fái að rækta hæfileika sína og þroskast. Foreldrar treysta því að barnið búi við öryggi, umönnun og vernd. Barnahópurinn sem byrjar í skóla haust hvert er fjölbreyttur, börnin eru með mismunandi eiginleika, bakgrunn og áhugamál. Mikilvægt er að skólinn líti á þennan fjölbreytileika sem kost og einsetji sér að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum. Í leikskóla sem hefur umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki að leiðarljósi og ræktar þessi gildi meðal nemendanna, eru minni líkur á að barn verði fyrir aðkasti vegna einhverrar sérstöðu sinnar. Þar er fjölbreytileikinn virtur og þar eru allir jafningjar, þrátt fyrir mismunandi aðstæður, eiginleika og bakgrunn. Þar njóta öll börn, vinsemdar og virðingar óháð eiginleikum eða stöðu og þar hafa allir það að markmiði að vera góður félagi. Þar er hjálpsemi, umhyggja og samkennd samofin öllu skólastarfi og einstaklingarnir hafa hugrekki til að setja sér mörk og segja frá ef þeir sjá að aðrir eru beittir órétti. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök sem hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Samtökin beita sér sérstaklega fyrir þeim rétti barna að eiga ofbeldislaust líf. Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Einelti og útskúfun er ein tegund ofbeldis, sem gjarnan þrífst í skólum. Mjög gott starf hefur verið unnið í mörgum skólum á undanförnum árum til að koma í veg fyrir og vinna gegn einelti. Barnaheill líta svo á að mikilvægast af öllu sé að koma í veg fyrir aðstæður þar sem einelti þrífst og það sé ekki síst gert með því að byggja upp einstaklinga og samfélag þar sem hugrekki, umhyggja, umburðarlyndi og virðing eru í hávegum höfð og ræktuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Öll börn á Íslandi eiga rétt á því að lifa og þroskast, þau eiga rétt á lífsskilyrðum sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Þau eiga rétt á að rækta hæfileika sína og á umönnun og vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Þessi og önnur réttindi barna voru lögfest á Íslandi með lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. febrúar 2013. Í sáttmálanum er kveðið á um að bannað sé að mismuna börnum hvað varðar þessi réttindi. Öll börn eiga að njóta þessara réttinda, óháð stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Þegar barn byrjar í leikskóla og seinna í grunnskóla, má segja að foreldrar afhendi börn sín í hendur skólasamfélaginu með von í brjósti um að þarna muni barninu líða vel, eignast vini og fái að rækta hæfileika sína og þroskast. Foreldrar treysta því að barnið búi við öryggi, umönnun og vernd. Barnahópurinn sem byrjar í skóla haust hvert er fjölbreyttur, börnin eru með mismunandi eiginleika, bakgrunn og áhugamál. Mikilvægt er að skólinn líti á þennan fjölbreytileika sem kost og einsetji sér að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum. Í leikskóla sem hefur umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki að leiðarljósi og ræktar þessi gildi meðal nemendanna, eru minni líkur á að barn verði fyrir aðkasti vegna einhverrar sérstöðu sinnar. Þar er fjölbreytileikinn virtur og þar eru allir jafningjar, þrátt fyrir mismunandi aðstæður, eiginleika og bakgrunn. Þar njóta öll börn, vinsemdar og virðingar óháð eiginleikum eða stöðu og þar hafa allir það að markmiði að vera góður félagi. Þar er hjálpsemi, umhyggja og samkennd samofin öllu skólastarfi og einstaklingarnir hafa hugrekki til að setja sér mörk og segja frá ef þeir sjá að aðrir eru beittir órétti. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök sem hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Samtökin beita sér sérstaklega fyrir þeim rétti barna að eiga ofbeldislaust líf. Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Einelti og útskúfun er ein tegund ofbeldis, sem gjarnan þrífst í skólum. Mjög gott starf hefur verið unnið í mörgum skólum á undanförnum árum til að koma í veg fyrir og vinna gegn einelti. Barnaheill líta svo á að mikilvægast af öllu sé að koma í veg fyrir aðstæður þar sem einelti þrífst og það sé ekki síst gert með því að byggja upp einstaklinga og samfélag þar sem hugrekki, umhyggja, umburðarlyndi og virðing eru í hávegum höfð og ræktuð.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun