Ferskir vindar og framtíð fyrir borgina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 00:00 Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf nýja nálgun til að ná kröftum sínum að nýju í borginni. Það þarf að velja fólk til forystu sem er tilbúið að líta á skipulag borgarinnar út frá frelsinu og sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu ekki náð til borgarbúa eins vel og hann getur. Það er mikilvægt að rekstur borgarinnar verði endurskipulagður með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Reykvíkingar eru mismunandi og borgin hefur alla burði til að bjóða þeim upp á valkosti samkvæmt óskum og þörfum hvers og eins. Álögur á borgarbúa hafa nú hækkað stöðugt seinustu ár og það þarf því nauðsynlega að kjósa einstaklinga sem munu lækka skatta og gjöld í borginni, en ekki skuldsetja komandi kynslóðir. Ég er viss um að Hildur Sverrisdóttir, sem býður sig fram í 1. sæti, hafi það sem þarf til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Hún mun koma með ferska vinda í flokkinn með hugsjónum sínum og það er einmitt það sem flokkinn vantar sárlega í Reykjavík. Hildur hefur rætt á einfaldan hátt um mikilvægi þess að fara vel með skattpeninga borgarbúa og hún hefur nálgast hvert málið á fætur öðru frá hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Það er alltof sjaldan sem við heyrum fólk tala skýrt um mikilvægi þess að fara vel með þá peninga sem borgin hefur frá okkur borgarbúum. Það þarf hugrekki til að styðja við góð mál og vera á móti vondum sama hvaðan þau koma og það þarf traust til að standa með sjálfstæðisstefnunni í öllum málum. Ég veit að Hildur er hugrökk og traustur leiðtogi sem fylgir alltaf sinni sannfæringu. Við þurfum að hugsa til framtíðar fyrir Reykjavík og það gerum við best með Hildi Sverrisdóttur í broddi fylkingar, þess vegna mun ég setja hana í 1.sæti í prófkjörinu á laugardaginn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf nýja nálgun til að ná kröftum sínum að nýju í borginni. Það þarf að velja fólk til forystu sem er tilbúið að líta á skipulag borgarinnar út frá frelsinu og sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu ekki náð til borgarbúa eins vel og hann getur. Það er mikilvægt að rekstur borgarinnar verði endurskipulagður með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Reykvíkingar eru mismunandi og borgin hefur alla burði til að bjóða þeim upp á valkosti samkvæmt óskum og þörfum hvers og eins. Álögur á borgarbúa hafa nú hækkað stöðugt seinustu ár og það þarf því nauðsynlega að kjósa einstaklinga sem munu lækka skatta og gjöld í borginni, en ekki skuldsetja komandi kynslóðir. Ég er viss um að Hildur Sverrisdóttir, sem býður sig fram í 1. sæti, hafi það sem þarf til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Hún mun koma með ferska vinda í flokkinn með hugsjónum sínum og það er einmitt það sem flokkinn vantar sárlega í Reykjavík. Hildur hefur rætt á einfaldan hátt um mikilvægi þess að fara vel með skattpeninga borgarbúa og hún hefur nálgast hvert málið á fætur öðru frá hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Það er alltof sjaldan sem við heyrum fólk tala skýrt um mikilvægi þess að fara vel með þá peninga sem borgin hefur frá okkur borgarbúum. Það þarf hugrekki til að styðja við góð mál og vera á móti vondum sama hvaðan þau koma og það þarf traust til að standa með sjálfstæðisstefnunni í öllum málum. Ég veit að Hildur er hugrökk og traustur leiðtogi sem fylgir alltaf sinni sannfæringu. Við þurfum að hugsa til framtíðar fyrir Reykjavík og það gerum við best með Hildi Sverrisdóttur í broddi fylkingar, þess vegna mun ég setja hana í 1.sæti í prófkjörinu á laugardaginn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun