Ferskir vindar og framtíð fyrir borgina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 00:00 Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf nýja nálgun til að ná kröftum sínum að nýju í borginni. Það þarf að velja fólk til forystu sem er tilbúið að líta á skipulag borgarinnar út frá frelsinu og sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu ekki náð til borgarbúa eins vel og hann getur. Það er mikilvægt að rekstur borgarinnar verði endurskipulagður með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Reykvíkingar eru mismunandi og borgin hefur alla burði til að bjóða þeim upp á valkosti samkvæmt óskum og þörfum hvers og eins. Álögur á borgarbúa hafa nú hækkað stöðugt seinustu ár og það þarf því nauðsynlega að kjósa einstaklinga sem munu lækka skatta og gjöld í borginni, en ekki skuldsetja komandi kynslóðir. Ég er viss um að Hildur Sverrisdóttir, sem býður sig fram í 1. sæti, hafi það sem þarf til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Hún mun koma með ferska vinda í flokkinn með hugsjónum sínum og það er einmitt það sem flokkinn vantar sárlega í Reykjavík. Hildur hefur rætt á einfaldan hátt um mikilvægi þess að fara vel með skattpeninga borgarbúa og hún hefur nálgast hvert málið á fætur öðru frá hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Það er alltof sjaldan sem við heyrum fólk tala skýrt um mikilvægi þess að fara vel með þá peninga sem borgin hefur frá okkur borgarbúum. Það þarf hugrekki til að styðja við góð mál og vera á móti vondum sama hvaðan þau koma og það þarf traust til að standa með sjálfstæðisstefnunni í öllum málum. Ég veit að Hildur er hugrökk og traustur leiðtogi sem fylgir alltaf sinni sannfæringu. Við þurfum að hugsa til framtíðar fyrir Reykjavík og það gerum við best með Hildi Sverrisdóttur í broddi fylkingar, þess vegna mun ég setja hana í 1.sæti í prófkjörinu á laugardaginn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf nýja nálgun til að ná kröftum sínum að nýju í borginni. Það þarf að velja fólk til forystu sem er tilbúið að líta á skipulag borgarinnar út frá frelsinu og sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu ekki náð til borgarbúa eins vel og hann getur. Það er mikilvægt að rekstur borgarinnar verði endurskipulagður með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Reykvíkingar eru mismunandi og borgin hefur alla burði til að bjóða þeim upp á valkosti samkvæmt óskum og þörfum hvers og eins. Álögur á borgarbúa hafa nú hækkað stöðugt seinustu ár og það þarf því nauðsynlega að kjósa einstaklinga sem munu lækka skatta og gjöld í borginni, en ekki skuldsetja komandi kynslóðir. Ég er viss um að Hildur Sverrisdóttir, sem býður sig fram í 1. sæti, hafi það sem þarf til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Hún mun koma með ferska vinda í flokkinn með hugsjónum sínum og það er einmitt það sem flokkinn vantar sárlega í Reykjavík. Hildur hefur rætt á einfaldan hátt um mikilvægi þess að fara vel með skattpeninga borgarbúa og hún hefur nálgast hvert málið á fætur öðru frá hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Það er alltof sjaldan sem við heyrum fólk tala skýrt um mikilvægi þess að fara vel með þá peninga sem borgin hefur frá okkur borgarbúum. Það þarf hugrekki til að styðja við góð mál og vera á móti vondum sama hvaðan þau koma og það þarf traust til að standa með sjálfstæðisstefnunni í öllum málum. Ég veit að Hildur er hugrökk og traustur leiðtogi sem fylgir alltaf sinni sannfæringu. Við þurfum að hugsa til framtíðar fyrir Reykjavík og það gerum við best með Hildi Sverrisdóttur í broddi fylkingar, þess vegna mun ég setja hana í 1.sæti í prófkjörinu á laugardaginn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar