Fallega dóttir mín Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjögurra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið síðan hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræðum sem við áttum ekki alls fyrir löngu. Við vorum tvö í bílnum á laugardagseftirmiðdegi á leiðinni úr Smáralind. Þorsti og löngun í sykur sótti að henni: „Pabbi má ég fá kók?“ Hún hefur ekki fengið mikið gos hingað til, nema rétt á tyllidögum, svo ég svaraði henni um hæl: „Nei ástin mín, það er ekki í boði núna.“ Ég bjóst við því að þurfa að rökstyðja svar mitt betur, en sú stutta var jákvæðari í svörun en mann hefði grunað: „Allt í lagi,“ sagði hún hugsandi. Við sátum í þögn í nokkra stund en ég fann á mér að hún væri í miklum pælingum. Niðurstaða þankagangsins var svo nokkuð hnitmiðuð spurning: „Pabbi er ekki laugardagur í dag?“ Þessu var auðsvarað, vissulega var laugardagur. Hún var fljót með næstu spurningu: „Laugardagar eru nammidagar er það ekki?“ Pabbinn gat ekki svarað þessu öðruvísi en játandi. Eins og margir aðrir foreldrar hef ég ákveðið að laugardagar séu svokallaðir nammidagar. Aftur fór hugur þeirrar litlu af stað. Mér var farið að líða eins og fórnarlambi rándýrs. Dóttir mín var yfirveguð og virtist vera með fast lokamarkmið í huga, þessar spurningar og svör mín leiddu hana greinilega nær einhverskonar fullnaðarsigri. „Pabbi myndir þú segja að kók sé nammi?“ Pabbanum þótti þetta góð samlíking: „Jú, það má segja að kók sé eiginlega fljótandi nammi.“ Búmm. Þarna var hún með svarið sem hún þurfti. Nú kom rothöggið: „Þú sagðir að það væri nammidagur og þú sagðir að kók væri nammi. Þannig að ég má fá kók.“ Ég gat ekki annað en stoppað í næstu sjoppu. Og keypt ískalda kók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjögurra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið síðan hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræðum sem við áttum ekki alls fyrir löngu. Við vorum tvö í bílnum á laugardagseftirmiðdegi á leiðinni úr Smáralind. Þorsti og löngun í sykur sótti að henni: „Pabbi má ég fá kók?“ Hún hefur ekki fengið mikið gos hingað til, nema rétt á tyllidögum, svo ég svaraði henni um hæl: „Nei ástin mín, það er ekki í boði núna.“ Ég bjóst við því að þurfa að rökstyðja svar mitt betur, en sú stutta var jákvæðari í svörun en mann hefði grunað: „Allt í lagi,“ sagði hún hugsandi. Við sátum í þögn í nokkra stund en ég fann á mér að hún væri í miklum pælingum. Niðurstaða þankagangsins var svo nokkuð hnitmiðuð spurning: „Pabbi er ekki laugardagur í dag?“ Þessu var auðsvarað, vissulega var laugardagur. Hún var fljót með næstu spurningu: „Laugardagar eru nammidagar er það ekki?“ Pabbinn gat ekki svarað þessu öðruvísi en játandi. Eins og margir aðrir foreldrar hef ég ákveðið að laugardagar séu svokallaðir nammidagar. Aftur fór hugur þeirrar litlu af stað. Mér var farið að líða eins og fórnarlambi rándýrs. Dóttir mín var yfirveguð og virtist vera með fast lokamarkmið í huga, þessar spurningar og svör mín leiddu hana greinilega nær einhverskonar fullnaðarsigri. „Pabbi myndir þú segja að kók sé nammi?“ Pabbanum þótti þetta góð samlíking: „Jú, það má segja að kók sé eiginlega fljótandi nammi.“ Búmm. Þarna var hún með svarið sem hún þurfti. Nú kom rothöggið: „Þú sagðir að það væri nammidagur og þú sagðir að kók væri nammi. Þannig að ég má fá kók.“ Ég gat ekki annað en stoppað í næstu sjoppu. Og keypt ískalda kók.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun