Gjöf til útgerðarmanna eða endurreisn Landspítalans Bolli Héðinsson skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Innan fáeinna vikna mun ríkisstjórnin ákveða að afhenda fámennum en valdamiklum hópi þjóðareign sem talin hefur verið að verðmæti allt að 45 milljarðar króna. Fyrir þetta munu hinir fáeinu handvöldu einstaklingar, sem ríkisstjórnin telur að betur séu að þessu komnir en aðrir, greiða málamyndagjald sem er aðeins hluti af því verðmæti sem afhent verður. Ríkisstjórnin deilir ekki um að hér er um ótvíræða eign þjóðarinnar að ræða en hyggst samt sem áður afhenda þessa þjóðareign velvildarmönnum sínum á silfurfati. Ef eign þessi væri boðin til sölu á almennum markaði myndu fjármunirnir sem fyrir hana fást fara langt með að fjármagna endurreisn Landspítalans. Eign sú sem hér um ræðir er makrílstofninn við Ísland. Ákvörðunin um að afhenda þessa eign fáeinum útvöldum mun verða borin á borð fyrir okkur sem afar flókið úrlausnaratriði sem aðeins sé hægt að leysa með því að afhenda hana útvöldum. Það er aftur á móti ekki svo. Hér er um sáraeinfalda aðgerð að ræða, fiskistofn sem er nýr í lögsögunni og aðeins spurningin um hvort þjóðin eigi að fá sanngjarnt verð fyrir eign sína eða ekki. Tveir vísindamenn, Þorkell Helgason og Jón Steinsson, hafa sett fram heildstæða tillögu um hvernig bjóða má upp veiðirétt á makríl þannig að þjóðin og útgerðarmenn geti vel við unað. Eigendur makrílsins, þjóðin, fá hæsta mögulega verð fyrir eign sína og útgerðarmennirnir fá afnotarétt af makrílstofninum til nægjanlega langs tíma til að byggja fjárfestingar sínar á.…þingmaður og svarið er? Hér mun hefjast gamalkunnur söngur um fyrirtækin sem munu verða gjaldþrota, skatt á landsbyggðina o.fl. Svörin við því eru að aðeins þau fyrirtæki sem bjóða of hátt í veiðiréttinn eiga á hættu að verða gjaldþrota og væntanlega eru útgerðarmenn ekki svo heillum horfnir að þeir bjóði umfram getu. Ekki verður um skatt að ræða heldur aðeins innheimt fjárhæð, sem viðkomandi útgerð sér sér fært að bjóða, í frjálsu útboði. Veiðirétturinn greiðist af fyrirtækjunum sjálfum enda greiða landshlutar ekki skatta. Gera má ráð fyrir að flest fyrirtækin sem muni bjóða í makrílveiðina séu staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Næst þegar þið hittið þingmanninn ykkar, spyrjið hann: „Hvort viltu frekar gefa fáeinum útvöldum eign þjóðarinnar eða bjóða eignina til leigu á almennum markaði og nota andvirðið til að endurreisa Landspítalann?“ Látið svarið sem þingmaðurinn gefur ykkur ráða því hvort þið kjósið hann aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Innan fáeinna vikna mun ríkisstjórnin ákveða að afhenda fámennum en valdamiklum hópi þjóðareign sem talin hefur verið að verðmæti allt að 45 milljarðar króna. Fyrir þetta munu hinir fáeinu handvöldu einstaklingar, sem ríkisstjórnin telur að betur séu að þessu komnir en aðrir, greiða málamyndagjald sem er aðeins hluti af því verðmæti sem afhent verður. Ríkisstjórnin deilir ekki um að hér er um ótvíræða eign þjóðarinnar að ræða en hyggst samt sem áður afhenda þessa þjóðareign velvildarmönnum sínum á silfurfati. Ef eign þessi væri boðin til sölu á almennum markaði myndu fjármunirnir sem fyrir hana fást fara langt með að fjármagna endurreisn Landspítalans. Eign sú sem hér um ræðir er makrílstofninn við Ísland. Ákvörðunin um að afhenda þessa eign fáeinum útvöldum mun verða borin á borð fyrir okkur sem afar flókið úrlausnaratriði sem aðeins sé hægt að leysa með því að afhenda hana útvöldum. Það er aftur á móti ekki svo. Hér er um sáraeinfalda aðgerð að ræða, fiskistofn sem er nýr í lögsögunni og aðeins spurningin um hvort þjóðin eigi að fá sanngjarnt verð fyrir eign sína eða ekki. Tveir vísindamenn, Þorkell Helgason og Jón Steinsson, hafa sett fram heildstæða tillögu um hvernig bjóða má upp veiðirétt á makríl þannig að þjóðin og útgerðarmenn geti vel við unað. Eigendur makrílsins, þjóðin, fá hæsta mögulega verð fyrir eign sína og útgerðarmennirnir fá afnotarétt af makrílstofninum til nægjanlega langs tíma til að byggja fjárfestingar sínar á.…þingmaður og svarið er? Hér mun hefjast gamalkunnur söngur um fyrirtækin sem munu verða gjaldþrota, skatt á landsbyggðina o.fl. Svörin við því eru að aðeins þau fyrirtæki sem bjóða of hátt í veiðiréttinn eiga á hættu að verða gjaldþrota og væntanlega eru útgerðarmenn ekki svo heillum horfnir að þeir bjóði umfram getu. Ekki verður um skatt að ræða heldur aðeins innheimt fjárhæð, sem viðkomandi útgerð sér sér fært að bjóða, í frjálsu útboði. Veiðirétturinn greiðist af fyrirtækjunum sjálfum enda greiða landshlutar ekki skatta. Gera má ráð fyrir að flest fyrirtækin sem muni bjóða í makrílveiðina séu staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Næst þegar þið hittið þingmanninn ykkar, spyrjið hann: „Hvort viltu frekar gefa fáeinum útvöldum eign þjóðarinnar eða bjóða eignina til leigu á almennum markaði og nota andvirðið til að endurreisa Landspítalann?“ Látið svarið sem þingmaðurinn gefur ykkur ráða því hvort þið kjósið hann aftur.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar