Verjum aukinn hlut kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum Eygló Harðardóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Um þessar mundir standa allar Norðurlandaþjóðirnar á þeim merku tímamótum að öld er liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Við Íslendingar fögnum þessum tímamótum árið 2015. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægasti áfangi lýðræðisþróunar okkar. Þessi réttur felur í sér þau grundvallarmannréttindi að geta haft áhrif og hann endurspeglar sýn okkar á réttlætis- og jafnréttismál. Við Íslendingar viljum halda myndarlega upp á 100 ára afmæli kosningaréttar og nýta tímamótin til að horfa um öxl og ígrunda hvernig þær miklu breytingar sem orðið hafa á sviði jafnréttismála hafa átt sér stað. Við eigum og þurfum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina þá áhrifaþætti sem skýrt geta kynjaskekkjuna sem enn birtist okkur á vettvangi stjórnmálanna. Hér á landi eru konur nú um 40% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu og á Alþingi þar sem þær urðu mest tæplega 43% þingmanna eftir kosningarnar 2009. Áður hafði hlutfall kvenna farið hæst í 35 af hundraði árið 1999. Hlutur kvenna í stjórnmálum hefur vaxið hægt hér á landi og er nú í fyrsta skipti sambærilegur við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Líta ber á þennan árangur sem áfangasigur í átt að því markmiði að ná sem jöfnustu hlutfalli kynja meðal kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Höfum hugfast að þessi árangur hefur ekki náðst af sjálfu sér heldur er hann afrakstur rúmlega 100 ára þrotlausrar baráttu kvenna fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Við vitum af reynslu að við þurfum að halda vöku okkar til að ekki verði bakslag og við eigum að stefna að jöfnum hlut kynjanna þar sem ákvarðanir eru teknar. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þurfum við að minna á að það er ekki nóg að konum hafi fjölgað á framboðslistum stjórnmálaflokka þegar þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum. Ef markmið okkar er jafnt hlutfall kynja meðal kjörinna fulltrúa þurfa konur að vera til jafns við karla í forystusætunum. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum skipuðu karlar fyrsta sæti á 139 framboðslistum (75%) á meðan konur skipuðu fyrsta sæti á 46 (25%) framboðslistum. Ábyrgð flokkanna Stjórnmálaflokkarnir bera hér mesta ábyrgð. Þeir þurfa að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og jafna hlut kynja enn frekar við stjórn málefna nærsamfélagsins. Það er staðreynd að konur staldra skemur við í stjórnum bæjar- og sveitarfélaga en eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var hlutfall nýkjörinna sveitarstjórnarkvenna af heildarfjölda kjörinna kvenna 13% hærra en sama hlutfall meðal karla. Þetta er sterk vísbending um að konur staldra skemur við en karlar í sveitarstjórnum en ástæður þessa má rekja til ýmissa þátta sem hafa töluvert með hefðbundið starfsumhverfi sveitarstjórna og viðhorf samfélagsins til hlutverka kynjanna bæði innan og utan stjórnmálaflokka að gera. Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna endurspeglast m.a. í nefndaskipan á sveitarstjórnarstiginu þar sem karlar sinna einkum skipulagsmálum og konur velferðarmálum. Byggðamál þarf að skipuleggja með jafnréttissjónarmið í huga. Stjórnun á vettvangi bæjar- og sveitarstjórnarmála felur í sér mikilvæga þjónustu við almenning, karla og konur. Stefnumótun, umræða og ákvarðanataka um byggðaþróun, skipulagsmál og velferð íbúa sveitarfélaganna á að vera viðfangsefni beggja kynja. Búseta, atvinna og nýsköpun um allt land verða ekki tryggð nema með virkri þátttöku kvenna sem vilja störf sem hæfa háu menntunarstigi þeirra. Þannig er jafn hlutur kvenna og karla þar sem ákvarðanir eru teknar ekki eingöngu réttlætismál heldur efnahagsleg nauðsyn fyrir byggðirnar í landinu. Sem ráðherra jafnréttismála hvet ég konur til þátttöku í stjórnmálum og mótun nærsamfélags okkar. Ég höfða einnig til ábyrgðar stjórnmálaflokkanna því vilji þeirra til að fjölga konum í stjórnmálum og sérstaklega í forystusætum framboðslista er afgerandi. Til að vekja máls á mikilvægi jafnrar þátttöku kvenna og karla í sveitarstjórunum eftir komandi sveitarstjórnarkosningar hef ég í samstarfi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og nýskipaða framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna boðað til fundar með forystu stjórnmálaflokkanna og forsvarsmönnum kvennahreyfinga þeirra. Ég vona að sá fundur færi okkur nær markmiðinu um jafnan hlut kvenna og karla í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa allar Norðurlandaþjóðirnar á þeim merku tímamótum að öld er liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Við Íslendingar fögnum þessum tímamótum árið 2015. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægasti áfangi lýðræðisþróunar okkar. Þessi réttur felur í sér þau grundvallarmannréttindi að geta haft áhrif og hann endurspeglar sýn okkar á réttlætis- og jafnréttismál. Við Íslendingar viljum halda myndarlega upp á 100 ára afmæli kosningaréttar og nýta tímamótin til að horfa um öxl og ígrunda hvernig þær miklu breytingar sem orðið hafa á sviði jafnréttismála hafa átt sér stað. Við eigum og þurfum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina þá áhrifaþætti sem skýrt geta kynjaskekkjuna sem enn birtist okkur á vettvangi stjórnmálanna. Hér á landi eru konur nú um 40% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu og á Alþingi þar sem þær urðu mest tæplega 43% þingmanna eftir kosningarnar 2009. Áður hafði hlutfall kvenna farið hæst í 35 af hundraði árið 1999. Hlutur kvenna í stjórnmálum hefur vaxið hægt hér á landi og er nú í fyrsta skipti sambærilegur við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Líta ber á þennan árangur sem áfangasigur í átt að því markmiði að ná sem jöfnustu hlutfalli kynja meðal kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Höfum hugfast að þessi árangur hefur ekki náðst af sjálfu sér heldur er hann afrakstur rúmlega 100 ára þrotlausrar baráttu kvenna fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Við vitum af reynslu að við þurfum að halda vöku okkar til að ekki verði bakslag og við eigum að stefna að jöfnum hlut kynjanna þar sem ákvarðanir eru teknar. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þurfum við að minna á að það er ekki nóg að konum hafi fjölgað á framboðslistum stjórnmálaflokka þegar þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum. Ef markmið okkar er jafnt hlutfall kynja meðal kjörinna fulltrúa þurfa konur að vera til jafns við karla í forystusætunum. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum skipuðu karlar fyrsta sæti á 139 framboðslistum (75%) á meðan konur skipuðu fyrsta sæti á 46 (25%) framboðslistum. Ábyrgð flokkanna Stjórnmálaflokkarnir bera hér mesta ábyrgð. Þeir þurfa að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og jafna hlut kynja enn frekar við stjórn málefna nærsamfélagsins. Það er staðreynd að konur staldra skemur við í stjórnum bæjar- og sveitarfélaga en eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var hlutfall nýkjörinna sveitarstjórnarkvenna af heildarfjölda kjörinna kvenna 13% hærra en sama hlutfall meðal karla. Þetta er sterk vísbending um að konur staldra skemur við en karlar í sveitarstjórnum en ástæður þessa má rekja til ýmissa þátta sem hafa töluvert með hefðbundið starfsumhverfi sveitarstjórna og viðhorf samfélagsins til hlutverka kynjanna bæði innan og utan stjórnmálaflokka að gera. Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna endurspeglast m.a. í nefndaskipan á sveitarstjórnarstiginu þar sem karlar sinna einkum skipulagsmálum og konur velferðarmálum. Byggðamál þarf að skipuleggja með jafnréttissjónarmið í huga. Stjórnun á vettvangi bæjar- og sveitarstjórnarmála felur í sér mikilvæga þjónustu við almenning, karla og konur. Stefnumótun, umræða og ákvarðanataka um byggðaþróun, skipulagsmál og velferð íbúa sveitarfélaganna á að vera viðfangsefni beggja kynja. Búseta, atvinna og nýsköpun um allt land verða ekki tryggð nema með virkri þátttöku kvenna sem vilja störf sem hæfa háu menntunarstigi þeirra. Þannig er jafn hlutur kvenna og karla þar sem ákvarðanir eru teknar ekki eingöngu réttlætismál heldur efnahagsleg nauðsyn fyrir byggðirnar í landinu. Sem ráðherra jafnréttismála hvet ég konur til þátttöku í stjórnmálum og mótun nærsamfélags okkar. Ég höfða einnig til ábyrgðar stjórnmálaflokkanna því vilji þeirra til að fjölga konum í stjórnmálum og sérstaklega í forystusætum framboðslista er afgerandi. Til að vekja máls á mikilvægi jafnrar þátttöku kvenna og karla í sveitarstjórunum eftir komandi sveitarstjórnarkosningar hef ég í samstarfi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og nýskipaða framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna boðað til fundar með forystu stjórnmálaflokkanna og forsvarsmönnum kvennahreyfinga þeirra. Ég vona að sá fundur færi okkur nær markmiðinu um jafnan hlut kvenna og karla í íslenskum stjórnmálum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun