Sport

FH-ingar fagna stóru skrefi | Opið hús í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinbjörg Zophoníasdóttir og félagar í FH fá langþráða innanhússaðstöðu.
Sveinbjörg Zophoníasdóttir og félagar í FH fá langþráða innanhússaðstöðu. Fréttablaðið/Daníel
Opið hús verður í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag í tilefni af því að loks er búið að steypa gólfið í húsinu. Framkvæmdir við innanhússaðstöðu FH-inga hófust árið 2004 en fór út um þúfur við efnahagshrunið haustið 2008.

Á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands kemur fram að gólfefni verði lagt á nýsteyptu plötuna á næstu mánuðum. Stefnt sé á að húsið verði nothæft til æfinga fyrri hluta árs 2014 og verði komið í fulla notkun um haustið.

Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar, segir að lóðamálin og utanhúsfrágangur verði að bíða enn um sinn. Vel megi vera að hægt verði að fara í það á grundvelli flýtiframkvæmda.

FH-ingum, Hafnfirðingum og öðrum gestum er boðið að virða húsið fyrir sér í dag á milli klukkan 16 og 18.30.

Leiðrétting: Þau leiðu mistök áttu sér stað í Fréttablaðinu í dag að sagt var að það væri opið hús á morgun, laugardag. Hið rétta er að það er opið hús í dag, föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×