Snapchat í stríði við Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2014 14:35 Evan Spiegel, annar stofnenda Snapchat. Mynd/AP Evan Spiegel og Bobby Murphy stofnendur forritsins Snapchat, höfnuðu þriggja milljarða dala tilboði frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í forritið á síðasta ári. Tilboðið þykir hátt fyrir forrit með enga tekjulind og jafnframt engar áætlanir um að öðlast tekjur. Farið er yfir sögu Snapchat og ástæðu þess að Spiegel hafnaði tilboðinu frá Zuckerberg á vef tímaritsins Forbes. Zuckerberg sendi Spiegel tölvupóst og bað hann um að koma og hitta sig. Svarið sem hann fékk var þó á þann veg að Spiegel væri alveg til í að hitta hann. Zuckerberg þyrfti þó sjálfur að koma til Spiegel. Á fundi þeirra sagði Zuckerberg að forritið Poke væri að koma á markað eftir nokkra daga. Spiegel segir blaðamanni Forbes að í raun hafi Zuckerberg verið að segjast ætla að kremja Snapchat. Það fyrsta sem Spiegel og Bobby Murphy samstofnandi Snapchat gerðu þegar þeir komu upp á skrifstofu eftir fundinn var að kaupa eitt eintak af bókinni The Art of War eftir Sun Tzu handa öllum sex starfsmönnum sínum. Forbes segir Snapchat vera helstu ógn Facebook, því unglingar hafi áttað sig á að það sem sett er á samfélagsmiðla verði þar að eilífu og séu farnir að snúa sér í meira mæli að Snapchat forritinu. Þar hverfa myndir og myndbönd eftir ákveðinn sekúndufjölda. Þrátt fyrir það er þó mjög auðvelt að sækja sér annað forrit sem vistar öll skilaboð á Snapchat í síma. Forrit Facebook, Poke, stóðst þó ekki væntingar og er lítið notað. Þá bauð Mark Zuckerbeg þrjá milljarða í Snapchat. Blaðamaður Forbes telur helsta áhrifavald ákvörðunar þeirra Spiegel og Murphy að hafna boðinu vera bókina sem allir starfsmenn fyrirtækisins lásu. Í sjötta kafla The Art of War, segir að ráðast eigi á óvininn, þegar og þar sem hann sýnir veikleika. Með tilboðinu sýndi Mark Zuckerberg veikleika og Spiegel og Murphu vildu ekki fórna mögulegum langtímahagnaði fyrir skjótan gróða. Frekar er hægt að lesa um söguna hér. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evan Spiegel og Bobby Murphy stofnendur forritsins Snapchat, höfnuðu þriggja milljarða dala tilboði frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í forritið á síðasta ári. Tilboðið þykir hátt fyrir forrit með enga tekjulind og jafnframt engar áætlanir um að öðlast tekjur. Farið er yfir sögu Snapchat og ástæðu þess að Spiegel hafnaði tilboðinu frá Zuckerberg á vef tímaritsins Forbes. Zuckerberg sendi Spiegel tölvupóst og bað hann um að koma og hitta sig. Svarið sem hann fékk var þó á þann veg að Spiegel væri alveg til í að hitta hann. Zuckerberg þyrfti þó sjálfur að koma til Spiegel. Á fundi þeirra sagði Zuckerberg að forritið Poke væri að koma á markað eftir nokkra daga. Spiegel segir blaðamanni Forbes að í raun hafi Zuckerberg verið að segjast ætla að kremja Snapchat. Það fyrsta sem Spiegel og Bobby Murphy samstofnandi Snapchat gerðu þegar þeir komu upp á skrifstofu eftir fundinn var að kaupa eitt eintak af bókinni The Art of War eftir Sun Tzu handa öllum sex starfsmönnum sínum. Forbes segir Snapchat vera helstu ógn Facebook, því unglingar hafi áttað sig á að það sem sett er á samfélagsmiðla verði þar að eilífu og séu farnir að snúa sér í meira mæli að Snapchat forritinu. Þar hverfa myndir og myndbönd eftir ákveðinn sekúndufjölda. Þrátt fyrir það er þó mjög auðvelt að sækja sér annað forrit sem vistar öll skilaboð á Snapchat í síma. Forrit Facebook, Poke, stóðst þó ekki væntingar og er lítið notað. Þá bauð Mark Zuckerbeg þrjá milljarða í Snapchat. Blaðamaður Forbes telur helsta áhrifavald ákvörðunar þeirra Spiegel og Murphy að hafna boðinu vera bókina sem allir starfsmenn fyrirtækisins lásu. Í sjötta kafla The Art of War, segir að ráðast eigi á óvininn, þegar og þar sem hann sýnir veikleika. Með tilboðinu sýndi Mark Zuckerberg veikleika og Spiegel og Murphu vildu ekki fórna mögulegum langtímahagnaði fyrir skjótan gróða. Frekar er hægt að lesa um söguna hér.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira