Samdráttur í sölu á rakvélum vegna skeggtísku Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. janúar 2014 14:00 Skeggið hefur aldrei verið vinsælla á Vesturlöndum. Frá vinstri: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Arnold Schwarzenegger leikari og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. Sala á Gillette-rakvélum hefur staðið í stað milli tímabila en Procter & Gamble hefur birt ársfjórðungsskýrslu sína. Jon Moeller, fjármálastjóri fyrirtækisins, segir markaðinn hafa skroppið saman á síðasta árfjórðungi síðasta árs. Financial Times fjallar um málið og eru ástæðurnar sagðar annars vegar aukin notkun á einnota rakvélum og hins vegar vinsældir þess að láta sér vaxa skegg á Vesturlöndum. Ísam ehf. er innflutningsaðili Gillette-vara á Íslandi og segir Árni Ingvarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, að þessar fréttir komi ekki heim og saman við sína upplifun. „Þetta er mjög stabíll markaður og þó að menn séu með skegg þá vilja þeir flestir snyrta það,“ segir Árni. Hann bætir því við að marsmánuður sé stór mánuður í sölu, þrátt fyrir hið árlega Mottumarsátak þar sem karlmenn safna skeggi fyrir góðan málstað. „Þegar ég skoða þetta fjögur ár aftur í tímann sé ég að mars er einn af stóru mánuðunum hjá okkur.“ Rakari í Reykjavík sem Vísir hafði samband við tekur undir með Árna og segir flesta karlmenn nota rakvélar eða sköfur þó þeir láti sér vaxa skegg. „Það er einn og einn sem leyfir þessu að vaxa en flestir skafa nú á sér hálsinn. Annars hvet ég alla karlmenn til að safna skeggi. Það er þeirra rétta útlit.“ Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sala á Gillette-rakvélum hefur staðið í stað milli tímabila en Procter & Gamble hefur birt ársfjórðungsskýrslu sína. Jon Moeller, fjármálastjóri fyrirtækisins, segir markaðinn hafa skroppið saman á síðasta árfjórðungi síðasta árs. Financial Times fjallar um málið og eru ástæðurnar sagðar annars vegar aukin notkun á einnota rakvélum og hins vegar vinsældir þess að láta sér vaxa skegg á Vesturlöndum. Ísam ehf. er innflutningsaðili Gillette-vara á Íslandi og segir Árni Ingvarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, að þessar fréttir komi ekki heim og saman við sína upplifun. „Þetta er mjög stabíll markaður og þó að menn séu með skegg þá vilja þeir flestir snyrta það,“ segir Árni. Hann bætir því við að marsmánuður sé stór mánuður í sölu, þrátt fyrir hið árlega Mottumarsátak þar sem karlmenn safna skeggi fyrir góðan málstað. „Þegar ég skoða þetta fjögur ár aftur í tímann sé ég að mars er einn af stóru mánuðunum hjá okkur.“ Rakari í Reykjavík sem Vísir hafði samband við tekur undir með Árna og segir flesta karlmenn nota rakvélar eða sköfur þó þeir láti sér vaxa skegg. „Það er einn og einn sem leyfir þessu að vaxa en flestir skafa nú á sér hálsinn. Annars hvet ég alla karlmenn til að safna skeggi. Það er þeirra rétta útlit.“
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent