María Rún á íþróttastyrk til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2014 09:00 María Rún við keppni í langstökki á Vormóti ÍR í fyrra. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni flutti um miðjan mánuðinn til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar verður hún næstu misserin á fullum skólastyrk við nám, æfingar og keppni í University of Minnesota. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar. María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.María Rún og íslenski fáninn í Minneappolis.Mynd/Gunnlaugur JúlíussonMaría Rún glímir enn við meiðsli sem tóku sig upp á Evrópumóti 20-22 ára í júlí. Við komuna út var hún strax send í myndatöku og nánari skoðun. Hún er nú í meðferð ytra og bundnar vonir við að hún skili árangri. Hún kemur svo heim í vor og stefnir á að geta keppt á mótum hér heima í sumar að því er greint er frá á vefsíðunni Frjálsar.is. María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)Stöllurnar Arna Stefanía Guðmundsdóttir, María Rún og Fjóla Signý Hannesdóttir.Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Frjálsar íþróttir Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni flutti um miðjan mánuðinn til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar verður hún næstu misserin á fullum skólastyrk við nám, æfingar og keppni í University of Minnesota. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar. María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.María Rún og íslenski fáninn í Minneappolis.Mynd/Gunnlaugur JúlíussonMaría Rún glímir enn við meiðsli sem tóku sig upp á Evrópumóti 20-22 ára í júlí. Við komuna út var hún strax send í myndatöku og nánari skoðun. Hún er nú í meðferð ytra og bundnar vonir við að hún skili árangri. Hún kemur svo heim í vor og stefnir á að geta keppt á mótum hér heima í sumar að því er greint er frá á vefsíðunni Frjálsar.is. María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)Stöllurnar Arna Stefanía Guðmundsdóttir, María Rún og Fjóla Signý Hannesdóttir.Mynd/Gunnlaugur Júlíusson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira