Segir kannabisnotkun algenga meðal NFL-leikmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2014 11:32 Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers. Vísir/Getty Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, segist vita til þess að liðsfélagar hans noti kannabisefni reglulega. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á ESPN-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann segir aðalástæðuna fyrir því að leikmenn reyki kannabis sé til að slá á verki og draga úr streitu. „Ég þekki stráka í mínu liði sem reykja,“ sagði Clark. „Og þessir strákar eru ekki að gera það til að virðast vera svalir. Þeir vilja gera þetta í því skyni að njóta þess.“ „Að stórum hluta gera þeir þetta til að minnka streitu. Margir nota kannabis til að meðhöndla verki. Þeir hugsa með sér að með þessu sleppi þeir við sterk verkjalyf sem þeir gætu svo mögulega ánetjast.“ Leikmönnum NFL-deildarinnar er vitanlega bannað að reykja kannabis og margir hafa verið dæmdir í leikbann fyrir að brjóta þær reglur. Clark segir þó að sú barátta sé fyrirfram töpuð hjá forráðamönnum NFL. „Það er of lítið um lyfjapróf og leikmenn vita vel hvað þeir þurfa að gera til að þetta uppgötvist ekki.“ Þó nokkuð hefur verið rætt um kannabis innan raða NFL, ekki síst þar sem að það er nú löglegt að selja efnið í Colorado og Washington-fylkjum en liðin sem spiluðu í Super Bowl á dögunum, Denver Broncos og Seattle Seahawks, eru þaðan. Margir eru þeirra skoðunar vestanhafs að deildin skoði þann möguleika að leyfa notkun kannabisefna í lækningaskyni. NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, segist vita til þess að liðsfélagar hans noti kannabisefni reglulega. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á ESPN-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann segir aðalástæðuna fyrir því að leikmenn reyki kannabis sé til að slá á verki og draga úr streitu. „Ég þekki stráka í mínu liði sem reykja,“ sagði Clark. „Og þessir strákar eru ekki að gera það til að virðast vera svalir. Þeir vilja gera þetta í því skyni að njóta þess.“ „Að stórum hluta gera þeir þetta til að minnka streitu. Margir nota kannabis til að meðhöndla verki. Þeir hugsa með sér að með þessu sleppi þeir við sterk verkjalyf sem þeir gætu svo mögulega ánetjast.“ Leikmönnum NFL-deildarinnar er vitanlega bannað að reykja kannabis og margir hafa verið dæmdir í leikbann fyrir að brjóta þær reglur. Clark segir þó að sú barátta sé fyrirfram töpuð hjá forráðamönnum NFL. „Það er of lítið um lyfjapróf og leikmenn vita vel hvað þeir þurfa að gera til að þetta uppgötvist ekki.“ Þó nokkuð hefur verið rætt um kannabis innan raða NFL, ekki síst þar sem að það er nú löglegt að selja efnið í Colorado og Washington-fylkjum en liðin sem spiluðu í Super Bowl á dögunum, Denver Broncos og Seattle Seahawks, eru þaðan. Margir eru þeirra skoðunar vestanhafs að deildin skoði þann möguleika að leyfa notkun kannabisefna í lækningaskyni.
NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira