Viðskipti erlent

Twitter tapar 74 milljörðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Höfuðstöðvar Twitter í San Francisco.
Höfuðstöðvar Twitter í San Francisco. Vísir/AFP Nordic
Samskiptamiðillinn Twitter tapaði 645 milljónum dala, eða um 74 milljörðum króna, á síðasta ár. Þetta tilkynnti fyrirtækið í dag, einungis þremur mánuðum eftir skráningu þess í kauphöll New York.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Tekjur fyrirtækisins jukust þó um 110% prósent á síðasta ári og voru 665 milljónir dala eða, rúmir 77 milljarðar króna. Tekjurnar koma frá auglýsingasölu og gögnum um notkun notenda. Virði hlutabréfa Twitter hríðféllu í verði eftir tilkynninguna, um allt að 12 prósent.

Fyrirtækið er nú að reyna að auka þjónustu sína við auglýsendur og einnig þjónustu við notendur. Þeim verður gert kleyft að breyta tímalínu sinni og að senda myndir og taka á móti þeim í beinum skilaboðum.

Dregið hefur úr fjölgun Twitternotenda að undanförnu og á síðasta ársfjórðungi var meðaltal neytanda á mánuði 241 milljón. Það er einungis 3,8 prósent aukning frá fyrri ársfjórðungi, en aukningin var tíu prósent í byrjun árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×