Störfum fjölgað um 175 þúsund Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2014 11:48 VÍSIR/AFP Atvinnurekendur í Bandaríkjunum fjölguðu störfum um 175 þúsund í febrúar, sem er mun meira en mánuðina þar á undan. Atvinnuleysi jókst þó um 0,1 prósentustig og er það vegna þess að fleiri Bandaríkjamenn hófu aftur atvinnuleit í mánuðinum. Viðskiptatengd þjónusta, heildsöluviðskipti og matvælaframleiðsla voru þær greinar þar sem mest aukning varð í fjölda starfa á meðan störfum fækkaði í upplýsingaiðnaði. Fjöldi starfa í heilbrigðisþjónustu, byggingaframkvæmdum og smásölu hélst nokkurn veginn eins. Þessi 175 þúsund störf er það lágmark nýrra starfa sem þurfa að verða til í landinu til að halda í við fólksfjölgun og minnka atvinnuleysi, en bæði í desember og janúar var fjöldinn töluvert undir þeim mörkum. Langtímaatvinnulausir í febrúar voru 3,8 milljónir og hefur fækkað um tæplega milljón frá árinu áður. 6,4% karlmanna og 5,9% kvenna eru í dag atvinnulaus. Stærsti einstaki hópur atvinnulausra eru táningar, en 21,4% þeirra eru atvinnulaus. Inn í þessar tölur vantar rúmlega tvær milljónir manna sem hafa gefist upp á sinni atvinnuleit eftir að hafa verið án atvinnu í meira en 12 mánuði. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Atvinnurekendur í Bandaríkjunum fjölguðu störfum um 175 þúsund í febrúar, sem er mun meira en mánuðina þar á undan. Atvinnuleysi jókst þó um 0,1 prósentustig og er það vegna þess að fleiri Bandaríkjamenn hófu aftur atvinnuleit í mánuðinum. Viðskiptatengd þjónusta, heildsöluviðskipti og matvælaframleiðsla voru þær greinar þar sem mest aukning varð í fjölda starfa á meðan störfum fækkaði í upplýsingaiðnaði. Fjöldi starfa í heilbrigðisþjónustu, byggingaframkvæmdum og smásölu hélst nokkurn veginn eins. Þessi 175 þúsund störf er það lágmark nýrra starfa sem þurfa að verða til í landinu til að halda í við fólksfjölgun og minnka atvinnuleysi, en bæði í desember og janúar var fjöldinn töluvert undir þeim mörkum. Langtímaatvinnulausir í febrúar voru 3,8 milljónir og hefur fækkað um tæplega milljón frá árinu áður. 6,4% karlmanna og 5,9% kvenna eru í dag atvinnulaus. Stærsti einstaki hópur atvinnulausra eru táningar, en 21,4% þeirra eru atvinnulaus. Inn í þessar tölur vantar rúmlega tvær milljónir manna sem hafa gefist upp á sinni atvinnuleit eftir að hafa verið án atvinnu í meira en 12 mánuði.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira