Kendell Williams, átján ára fjölþrautarkona frá Bandaríkjunum, stórbætti um helgina heimsmet unglinga í fimmtarþraut innanhúss.
Gamla metið var í eigu hinnar sænsku Carolinu Klüft, einnar sigursælustu fjölþrautarkonu síðari ára. Klüft hafði sett metið á EM innanhúss í Vínarborg árið 2002.
Williams bætti met Klüft um 100 stig þegar hún fékk 4635 stig á NCAA-háskólamóti í Albuquerque á laugardag. Williams keppir fyrir University of Georgia.
Hún átti sannkallaða draumaþraut og bætti sig í öllum fimm greinunum. Hún hljóp 60 m grindahlaup á 8,21 sekúndu, stökk 1,88 m í hástökki, kastaði kúlu 12,05 m, stökk 6,32 m í langstökki og hljóp 800 m á 2:17,31 mínútum.
Williams bætti sig um sex sentímetra í hástökki, rúman metra í kúluvarpi og tæpar níu sekúndur í 800 m hlaupinu.
Þess má geta að Mafissatou Thiam frá Belgíu bætti met Klüft í fyrra en féll á lyfjaprófi. Met hennar var því aldrei staðfest.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir á Íslandsmet 18-19 ára í fimmtarþraut en það er 4205 stig og var sett í Stokkhólmi fyrir rúmum fjórum árum síðan.
Bætti tólf ára heimsmet Klüft
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti