Yelena Isinbayeva hefur unnið gullverðlaun í stangarstökki kvenna á tveimur Ólympíuleikum en fék brons á síðustu leikum í London.
Isinbayeva er 31 árs gömul en hún á að eignast sitt fyrsta barn í júní. Hún sagðist vera hætt eftir sigur sinn á HM í Moskvu í fyrra en hefur nú skipt um skoðun.
„Hún vill keppa á Ólympíuleikunum í Ríó 2016," sagði þjálfari hennar Yevgeny Trofimov. Isinbayeva hefur sett 28 heimsmet í stangarstökki kvenna og á enn heimsmetið utanhúss og Evrópumetið innanhúss.
