Íslenski boltinn

Góður undirbúningur fyrir undankeppni EM

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lars Lagerback
Lars Lagerback Vísir/Getty
„Þetta verður vonandi spennandi leikur þó einhverjir telji Austurríkismenn sigurstranglegri. Þessi leikur er mikilvægur hluti undirbúnings okkar fyrir undankeppni EM sem hefst í haust,“ sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins, þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Austurríki í dag.

„Það er orðið töluvert erfiðara að fá vináttulandsleiki með þessu nýja kerfi. Okkur hefur samt sem áður gengið vel að fá vináttuleiki við sterka mótherja, sennilega vegna þess að okkur gekk vel í síðustu undankeppni.“

Lars var ekki búinn að velja byrjunarliðið en hugmyndin var að stilla upp sterku liði ásamt því að reyna að gefa nýliðum tækifæri.

„Austurríki er með gott lið, góða blöndu reynslumikilla og efnilegra leikmanna þrátt fyrir að þá vanti sinn besta mann, David Alaba. Við höfum kynnt okkur austurríska liðið vel og við munum fara yfir það í kvöld með leikmönnum. Við erum með sterkan hóp af leikmönnum en vonandi fáum við tækifæri til að gefa nýju leikmönnunum tækifæri,“

Aðspurður um muninn milli þess vera þjálfari íslenska og sænska landsliðsins taldi Lars muninn ekki mikinn.

„Viðhorf strákanna hefur verið frábært. Árangur okkur í undankeppninni kom mörgum á óvart en þessir leikmenn hafa einstakan karakter. Þegar leið á keppnina kom spilamennskan okkar mér ekki á óvart. Liðið er skipað atvinnumönnum í efstu deildum Evrópu og hefur kjarninn spilað lengi saman. KSÍ og félögin á Íslandi eiga hrós skilið, þau hafa unnið mjög vel saman að efla allt uppeldisstarf,“ sagði Lars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×