Skartgripir og nærbuxur sem eiga að koma í veg fyrir nauðgun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. maí 2014 21:13 Markhópur fyrirtækjanna virðist vera ungar konur. Fyrirtækið JWT Singapore hefur sett á markað armband og hálsmen sem eiga að auka öryggi kvenna og koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Armbandið og hálsmenið eru með sérstökum takka sem sendir GPS hnit í textaskilaboðum. Þegar skartgripirnir eru keyptir er hægt að velja til hverra GPS hnitin eru send. Skartgripirnir hringja einnig í síma konunnar sem er með þá, til þess að gefa henni ástæðu til að „komast úr erfiðum aðstæðum“, eins og segir í auglýsingu fyrirtækisins. Skartgripirnir eru nefndir Verndarengillinn, eða Guardian Angel á ensku. Þetta eru ekki fyrstu vörurnar sem konur geta verið þegar þær fara út á lífið og á að verja þær fyrir nauðgun. Fyrirtækið Arwear setti á markað nærfatnað úr efni sem ekki er hægt að klippa né rífa, eins konar skírlífsbelti, seint á síðasta ári.„Enga stund að fara úr böndunum“ Valerie Cheng, tengiliður JWT Singapore, sagði í viðtali að armbandið væri hugsað til þess að gefa konum ástæðu til að komast úr aðstæðum sem þær teldur vera hættulegar. „Kannski eru einhverjar ungar konur sem eiga erfitt með að komast úr aðstæðum þegar maður sem þær þekkja er orðinn drukkinn og farinn að vera of ágengur. Svoleiðis aðstæður eru enga stund að fara úr böndunum. Þetta er hugsað fyrir konur sem lenda í slíku,“ útskýrir hún. Fyrirtækin sem framleiða vörurnar hafa verið gagnrýnd fyrir að framleiða tískuvarning til þess gerðan að verja konur frá nauðgun. „Það, að konur hafi tilefni til að kaupa hluti sem verja þær frá nauðgun, er alvarlegur hlutur. Mér finnst ekki rétt að tískuvæða svoleiðis hluti. Það á að taka þessu alvarlega og ekki fela svona varning,“ segir Adi Roberson, pistlahöfundur á vefsíðunni The Verge. Hún telur fyrirtækin vera að hagnast á hræðsluáróðri og hvetja til þess að konur sætti sig við að þetta sé hætta, í staðinn fyrir að tækla vandamálið, sem liggi hjá gerandanum. Hún rýnir í auglýsingar fyrirtækjanna, sem eiga að fylla konur að öryggiskennd. „Lifðu lífinu áhyggjulaust,“ segir meðal annars. Hér má sjá myndband sem er auglýsing fyrir Arwear. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrirtækið JWT Singapore hefur sett á markað armband og hálsmen sem eiga að auka öryggi kvenna og koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Armbandið og hálsmenið eru með sérstökum takka sem sendir GPS hnit í textaskilaboðum. Þegar skartgripirnir eru keyptir er hægt að velja til hverra GPS hnitin eru send. Skartgripirnir hringja einnig í síma konunnar sem er með þá, til þess að gefa henni ástæðu til að „komast úr erfiðum aðstæðum“, eins og segir í auglýsingu fyrirtækisins. Skartgripirnir eru nefndir Verndarengillinn, eða Guardian Angel á ensku. Þetta eru ekki fyrstu vörurnar sem konur geta verið þegar þær fara út á lífið og á að verja þær fyrir nauðgun. Fyrirtækið Arwear setti á markað nærfatnað úr efni sem ekki er hægt að klippa né rífa, eins konar skírlífsbelti, seint á síðasta ári.„Enga stund að fara úr böndunum“ Valerie Cheng, tengiliður JWT Singapore, sagði í viðtali að armbandið væri hugsað til þess að gefa konum ástæðu til að komast úr aðstæðum sem þær teldur vera hættulegar. „Kannski eru einhverjar ungar konur sem eiga erfitt með að komast úr aðstæðum þegar maður sem þær þekkja er orðinn drukkinn og farinn að vera of ágengur. Svoleiðis aðstæður eru enga stund að fara úr böndunum. Þetta er hugsað fyrir konur sem lenda í slíku,“ útskýrir hún. Fyrirtækin sem framleiða vörurnar hafa verið gagnrýnd fyrir að framleiða tískuvarning til þess gerðan að verja konur frá nauðgun. „Það, að konur hafi tilefni til að kaupa hluti sem verja þær frá nauðgun, er alvarlegur hlutur. Mér finnst ekki rétt að tískuvæða svoleiðis hluti. Það á að taka þessu alvarlega og ekki fela svona varning,“ segir Adi Roberson, pistlahöfundur á vefsíðunni The Verge. Hún telur fyrirtækin vera að hagnast á hræðsluáróðri og hvetja til þess að konur sætti sig við að þetta sé hætta, í staðinn fyrir að tækla vandamálið, sem liggi hjá gerandanum. Hún rýnir í auglýsingar fyrirtækjanna, sem eiga að fylla konur að öryggiskennd. „Lifðu lífinu áhyggjulaust,“ segir meðal annars. Hér má sjá myndband sem er auglýsing fyrir Arwear.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira