Ólafur Ragnar áttaði sig samstundis á möguleikum Startup Iceland Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2014 11:06 Hundruð frumkvöðla og alþjóðlegra fjárfesta frá öllum heimshornum voru saman komnir í Hörpu þegar Startup Iceland ráðstefnan var haldin í þriðja sinn. Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland, segir að stuðningur forseta Íslands hafi skipt miklu máli fyrir ráðstefnuna. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem vettvangur númer eitt á Íslandi til að leiða saman íslenskt hugvit, sprota og fjárfesta. Ráðstefnan er hugarfóstur Indverjans Bala Kamallakharan, en hann hefur verið búsettur hér í mörg ár. Bala kom í Klinkið á dögunum en það má sjá hér. „Hvert ár viðist vera það stærsta en í ár fylltum við húsið mun hraðar en við bjuggumst við,“ sagði Bala í samtali við Stöð 2 í Hörpu.Forsetinn verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi Að þessu sinni voru fjárfestar og fyrirlesarar mættir frá nær öllum heimshornum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn en hann hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.„Forsetinn hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi. Hann var fyrsti einstaklingurinn sem ég hitti og ég reyndi að sannfæra hann um að þetta væri hið eina rétta að gera. Hann náði þessu á fyrstu 5 mínútunum og skildi strax hvaða möguleikar voru í þessu,“ segir Bala.Frumtak er sjóður sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og er í eigu þriggja banka og sex lífeyrissjóða. Dr. Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks en fulltrúar sjóðsins mæta alltaf á Startup Iceland. Góðar hugmyndir koma alltaf „Það er afskaplega gaman að vera hérna í dag og vera vitni að því sem er að gerast hér. Þessu samtali sem er að eiga sér stað á milli sprotanna og þeirra hagsmunaaðila sem að þeim koma,“ segir Eggert. Hann segir að gróskan sé enn mest í hugbúnaðarþróun þar sem stofnkostnaður sé svo lár þótt sprotar sem framleiði harðar vörur eins og Lauf Forks og fleiri hafi náð árangri. Þess má geta að Benedikt Skúlason, stofnandi Lauf Forks, kom fyrr á þessu ári í Klinkið. „Auðvitað er miklu auðveldara og aðgangashindrunin miklu minni þegar kemur að hugbúnaðarfyrirtækjunum. Það breytir því hins vegar ekki að við erum að fá góðar hugmyndir á mörgum sviðum, hvort sem það eru gafflar fyrir hjól eða flökunartæki fyrir fisk. Góðar hugmyndir koma alltaf,“ segir Eggert. Klinkið Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hundruð frumkvöðla og alþjóðlegra fjárfesta frá öllum heimshornum voru saman komnir í Hörpu þegar Startup Iceland ráðstefnan var haldin í þriðja sinn. Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland, segir að stuðningur forseta Íslands hafi skipt miklu máli fyrir ráðstefnuna. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem vettvangur númer eitt á Íslandi til að leiða saman íslenskt hugvit, sprota og fjárfesta. Ráðstefnan er hugarfóstur Indverjans Bala Kamallakharan, en hann hefur verið búsettur hér í mörg ár. Bala kom í Klinkið á dögunum en það má sjá hér. „Hvert ár viðist vera það stærsta en í ár fylltum við húsið mun hraðar en við bjuggumst við,“ sagði Bala í samtali við Stöð 2 í Hörpu.Forsetinn verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi Að þessu sinni voru fjárfestar og fyrirlesarar mættir frá nær öllum heimshornum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn en hann hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.„Forsetinn hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi. Hann var fyrsti einstaklingurinn sem ég hitti og ég reyndi að sannfæra hann um að þetta væri hið eina rétta að gera. Hann náði þessu á fyrstu 5 mínútunum og skildi strax hvaða möguleikar voru í þessu,“ segir Bala.Frumtak er sjóður sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og er í eigu þriggja banka og sex lífeyrissjóða. Dr. Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks en fulltrúar sjóðsins mæta alltaf á Startup Iceland. Góðar hugmyndir koma alltaf „Það er afskaplega gaman að vera hérna í dag og vera vitni að því sem er að gerast hér. Þessu samtali sem er að eiga sér stað á milli sprotanna og þeirra hagsmunaaðila sem að þeim koma,“ segir Eggert. Hann segir að gróskan sé enn mest í hugbúnaðarþróun þar sem stofnkostnaður sé svo lár þótt sprotar sem framleiði harðar vörur eins og Lauf Forks og fleiri hafi náð árangri. Þess má geta að Benedikt Skúlason, stofnandi Lauf Forks, kom fyrr á þessu ári í Klinkið. „Auðvitað er miklu auðveldara og aðgangashindrunin miklu minni þegar kemur að hugbúnaðarfyrirtækjunum. Það breytir því hins vegar ekki að við erum að fá góðar hugmyndir á mörgum sviðum, hvort sem það eru gafflar fyrir hjól eða flökunartæki fyrir fisk. Góðar hugmyndir koma alltaf,“ segir Eggert.
Klinkið Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira