Silfurpeningar seldust á 2,2 milljarða Snærós Sindradóttir skrifar 30. júní 2014 13:30 Silfurpeningurinn fallegi sem seldist á 100 milljónir króna. Safn silfurpeninga í eigu bandaríska fjármálaráðgjafan Eugene H. Gardner seldist á uppboði fyrir tæplega 20 milljónir dollara, eða rúmlega 2,2 milljarða króna, þann 23. júní síðastliðinn. Þetta var þó aðeins fyrsta uppboð af fjórum sem bandaríska uppboðsfyrirtækið Heritage helgar mynt- og seðlasafni Gardners, en næstu þrjú verða haldin síðar á þessu ári og því næsta.Tíu senta peningur á 100 milljónirÁ uppboðinu seldust allar myntir sem voru í boði, 637 talsins, og var mikil eftirspurn eftir gripunum. Hæsta verð fékkst fyrir tíu senta pening frá árinu 1796 („Draped Bust, Small Eagledime“) sem sýnir frelsisgyðjuna á framhlið og lítinn skallaörn á bakhlið. Fyrir hann fengust 881 þúsund dollarar, eða rúmlega 100 milljónir króna.Eugene H. GardnerEugene H. Gardner hóf söfnun seðla- og mynta þegar hann var háskólanemi árið 1954 og er safn hans í dag talið vera eitt hið besta í Bandaríkjunum, einkum á sviði silfurmynta. Auk þess að hafa rekið fjárfestingarráðgjafarfyrirtækið Gardner Russo & Gardner í Pennsylvaniu áratugum saman hefur hann gefið út bækur um safn sitt, haldið úti vefsíðu um það og þótt leggja mikla áherslu á söfnun gripa sem hafa mikla sögulega merkingu og fagurfræðilegt gildi.Uppboðið lengdist um tvo tíma vegna eftirspurnarÍ viðtali við coinworld.com sagði forstjóri Heritage, Greg Rohan, að Gardner væri hæstnánægður með niðurstöður uppboðsins og sömu sögu mætti segja með fyrirtækið. „Þetta var ótrúlega spennandi,“ sagði Rohan. „Það voru svo margir að bjóða að uppboðið endaði ekki fyrr en rétt fyrir tíu um kvöldið, tveimur tímum síðar en það átti að gera. Þá var uppboðið búið að standa í sjö klukkutíma.“ Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Safn silfurpeninga í eigu bandaríska fjármálaráðgjafan Eugene H. Gardner seldist á uppboði fyrir tæplega 20 milljónir dollara, eða rúmlega 2,2 milljarða króna, þann 23. júní síðastliðinn. Þetta var þó aðeins fyrsta uppboð af fjórum sem bandaríska uppboðsfyrirtækið Heritage helgar mynt- og seðlasafni Gardners, en næstu þrjú verða haldin síðar á þessu ári og því næsta.Tíu senta peningur á 100 milljónirÁ uppboðinu seldust allar myntir sem voru í boði, 637 talsins, og var mikil eftirspurn eftir gripunum. Hæsta verð fékkst fyrir tíu senta pening frá árinu 1796 („Draped Bust, Small Eagledime“) sem sýnir frelsisgyðjuna á framhlið og lítinn skallaörn á bakhlið. Fyrir hann fengust 881 þúsund dollarar, eða rúmlega 100 milljónir króna.Eugene H. GardnerEugene H. Gardner hóf söfnun seðla- og mynta þegar hann var háskólanemi árið 1954 og er safn hans í dag talið vera eitt hið besta í Bandaríkjunum, einkum á sviði silfurmynta. Auk þess að hafa rekið fjárfestingarráðgjafarfyrirtækið Gardner Russo & Gardner í Pennsylvaniu áratugum saman hefur hann gefið út bækur um safn sitt, haldið úti vefsíðu um það og þótt leggja mikla áherslu á söfnun gripa sem hafa mikla sögulega merkingu og fagurfræðilegt gildi.Uppboðið lengdist um tvo tíma vegna eftirspurnarÍ viðtali við coinworld.com sagði forstjóri Heritage, Greg Rohan, að Gardner væri hæstnánægður með niðurstöður uppboðsins og sömu sögu mætti segja með fyrirtækið. „Þetta var ótrúlega spennandi,“ sagði Rohan. „Það voru svo margir að bjóða að uppboðið endaði ekki fyrr en rétt fyrir tíu um kvöldið, tveimur tímum síðar en það átti að gera. Þá var uppboðið búið að standa í sjö klukkutíma.“
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira