Kvennalið Íslands hefur lokið keppni á fjölþrautamótinu í Madeira, en Sveinbjörg Zophoníadóttir var efst meðal Íslendinga.
Sveinbjörg Zophoníadóttir náði bestum árangri íslensra kvenna, en hún lenti í þriðja sæti í samanlagðri keppni. Hún var með 5641 stig, um 150 stigum minna en Sofía Ifantídou sem lenti í efsta sæti.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir lenti í fimmtánda sæti með 4687 stig og Irma Gunnarsdóttir í því sextánda með 4336 stig.
Strákarnir eru enn að keppa og því er ekki enn komin lokaniðurstaða í heildarstigakeppnina.
Úrslit dagsins (langstökk - spjótkast - 800 metrar):
Sveinbjörg Zophoníadóttir: 5,78 metrar - 36,73 metrar - 2:19,40 sekúndur
Ásgerður Jana Ágústsdóttir: 5,14 metrar - 44,43 metrar - 2:31,09 sekúndur
Irma GUnnarsdóttir: 4,84 metrar - 37,06 metrar - 2:42,34 sekúndur
Sveinbjörg lenti í þriðja sæti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti


Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti