Viðskipti erlent

Apple græðir næstum 900 milljarða á öðrum ársfjórðungi

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty
Tæknirisinn Apple heldur sér enn gangandi á snjallsímasölu sinni, en önnur fjórðungsskýrsla fyrirtækisins greindi frá sölu 35.2 milljón eintaka af iPhone-símum, snjallsímunum vinsælu. Salan er þrettán prósentum meiri en fyrir ári síðan.

Sérfræðingar voru nokkuð vonsviknir hvað símasölu varðar, en spár þeirra gerðu ráð fyrir 36 milljón seldum einingum.

Menn hjá Apple virðast þó ekki vonsviknir fyrir hót, en gróði fyrir fjórðunginn nam rúmum 7.75 milljörðum bandaríkjadala, eða sem um nemur 890 milljörðum íslenskra króna. Þetta er rúmlega tólf prósenta hækkun frá því í fyrra.

Til samanburðar er gaman að nefna það að árið 2012 nam verg þjóðarframleiðsla Íslands rúmum 13.6 milljörðum dala, en það eru rúmlega 1575 milljarðar íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×