Kínverskir fjárfestar í viðræðum um kaup á Glitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2014 18:37 VÍSIR/VALLI Hópur kínverskra fjárfesta er í viðræðum við slitastjórn Glitnis um að eignast hlut hennar í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters í dag sem hefur þetta eftir innanbúðarmanni í fjármálaráðuneytinu. Heimildaraðili fréttastofunnar segir að meðal áhugasamra fjárfesta væru aðilar á vegum kínverska bankans ICBC, tryggingafélagsins China Life Insurance Company og kínversks fjárfestingasjóðs.Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir við Reuters að viðræðurnar væru á frumstigi en vildi ekkert gefa upp um hvaða aðilar ættu í hlut. „Það er gaman að sjá áhuga á bankanum. Það sýnir að erlendir fjárfestar hafa sterka trú á íslensku efnahagslífi og að landið geti losnað úr gjaldeyrishöftum,“ er haft eftir Steinunni. Bankinn er í 95% eigu ISB holding og var þessi hlutur félagsins metinn á 165 milljarða króna í mars á þessu ári. ICBC bankinn er sá stærsti í heiminum, hann er einn fjögurra banka sem er í eigu kínverska alþýðulýðveldisins. China Life Insurance Company er staðsett í Peking og er stærsta tryggingafélagið í Kína á sviði líftrygginga.Leiðrétt kl. 20:00MBL greindi fyrst frá áhuga fjárfestana. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hópur kínverskra fjárfesta er í viðræðum við slitastjórn Glitnis um að eignast hlut hennar í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters í dag sem hefur þetta eftir innanbúðarmanni í fjármálaráðuneytinu. Heimildaraðili fréttastofunnar segir að meðal áhugasamra fjárfesta væru aðilar á vegum kínverska bankans ICBC, tryggingafélagsins China Life Insurance Company og kínversks fjárfestingasjóðs.Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir við Reuters að viðræðurnar væru á frumstigi en vildi ekkert gefa upp um hvaða aðilar ættu í hlut. „Það er gaman að sjá áhuga á bankanum. Það sýnir að erlendir fjárfestar hafa sterka trú á íslensku efnahagslífi og að landið geti losnað úr gjaldeyrishöftum,“ er haft eftir Steinunni. Bankinn er í 95% eigu ISB holding og var þessi hlutur félagsins metinn á 165 milljarða króna í mars á þessu ári. ICBC bankinn er sá stærsti í heiminum, hann er einn fjögurra banka sem er í eigu kínverska alþýðulýðveldisins. China Life Insurance Company er staðsett í Peking og er stærsta tryggingafélagið í Kína á sviði líftrygginga.Leiðrétt kl. 20:00MBL greindi fyrst frá áhuga fjárfestana.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira