Sport

Ísland sendir fimm til leiks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir verður meðal þátttakenda á EM í Zürich.
Hafdís Sigurðardóttir verður meðal þátttakenda á EM í Zürich.
Fimm íslenskir keppendur munu taka þátt á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Zürich 12.-17. ágúst næstkomandi.

Þetta eru spjótkastararnir Ásdís Hjálmsdóttir og Guðmundur Sverrisson, maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson, Aníta Hinriksdóttir sem keppir í 800m hlaupi og Hafdís Sigurðardóttir sem keppir í langstökki og 200m hlaupi.

Þjálfarar verða Einar Vilhjálmsson, Gísli Sigurðsson, Gunnar Páll Jóakimsson og Terry McHugh og fararstjóri verður Þórey Edda Elísdóttir.


Tengdar fréttir

Tvöfaldur sigur Hafdísar

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli.

Vildi fá sjöunda gullið

Hafdís Sigurðardóttir hlaut sex gullverðlaun á Meistaramóti Íslands í frjálsum.

Aníta komin til Oregon

Getur tryggt sér heimsmeistaratitil U-19 ára í 800 m hlaupi í næstu viku.

Aníta vann í Mannheim

Aníta Hinriksdóttir kom fyrst í mark í 800 metra hlaupinu á Junioren Gala-mótinu í Mannheim í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×