Viðskipti erlent

Áframhaldandi efnahagsbati í Bandaríkjunum

Randver Kári Randversson skrifar
209 þúsund ný störf sköpuðust í Bandaríkjunum í júlí.
209 þúsund ný störf sköpuðust í Bandaríkjunum í júlí. Vísir/AP
Í síðasta mánuði urðu til 209 þúsund ný störf í Bandaríkjunum og er það sjötti mánuðurinn í röð sem meira en 200 þúsund ný störf skapast á bandarískum vinnumarkaði. Á vef BBC kemur fram að þrátt fyrir þetta hafi atvinnuleysi aukist lítillega í Bandaríkjunum, en það er nú 6,2%. Flest ný störf urðu til í viðskiptatengdum þjónustugreinum og framleiðslu.

Jafnvel hafði verið búist við meiri fjölgun nýrra starfa, en hagfræðingar eru þó sammála um að þetta teljist jákvæð tíðindi. Skapa þarf um 150 þúsund ný störf á mánuði til að halda í við fjölgun fólks á bandarískum vinnumarkaði.

Á miðvikudag birtust tölur um að landsframleiðsla hafi aukist um 4% á öðrum ársfjórðungi og gefa þessar tölur um fjölgun starfa frekari vísbendingar um að bandaríska efnahagskerfið sé óðum að ná sér á strik eftir efnahagslægð undanfarinna ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×