Evrópumeistarinn Helgi: Þetta er eins og í lygasögu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. ágúst 2014 19:42 Helgi Sveinsson (t.h.) fagnar Evrópumeistaratitlinum í Swansea í kvöld. mynd/ífsport.is „Þetta er bara draumi líkast - alveg ótrúleg tilfinning,“ sagði HelgiSveinsson nýbakaður Evrópumeistari fatlaðra (T42) í spjótkasti við Vísi í kvöld. Helgi, sem varð fimmti á ÓL 2012 og heimsmeistari í Lyon fyrra, bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í kvöld þegar hann kastaði lengst 50,74 metra á EM fatlaðra í Swansea. „Þetta er sykursætur dagur því þó köstin voru þetta löng var ég var ekki nógu ánægður með þau. Ég var ekki að hitta í gegnum punktinn og atrenuna eins og ég hefði viljað. Hefði mér tekist það hefði ég getað slett spjótinu enn lengra. En miðað hvernig þetta var gæti ég ekki verið ánægðari,“ sagði Helgi. Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga samkeppni, en hann var þó langt frá því að skáka okkar manni. Steinstad kastaði lengst 47,18 metra og þurfti að éta ofan í sig orð sem hann hafði látið falla í garð Helga. „Hann var búinn að vinna í miklum sálfræðihernaði og vera að koma skilaboðum áleiðis til mín í gegnum annað fólk og hópinn okkar,“ sagði Helgi við Vísi. „Hann mætti ekki á opnunarhátíðina og ég sagði honum að hann væri orðinn of gamall. Þá kom hann skilaboðum áleiðis til mín um hversu gaman það yrði þegar gamli maðurinn, sem sagt hann, myndi vinna mig. Svo lét hann annan keppanda bera þau skilaboð til mín í Berlín fyrr í sumar að hann myndi vinna mig á EM. Þetta er bara heilbrigð samkeppni og gaman að þessu.“ Síðustu þrjú sumur hafa verið mögnuð fyrir Helga sem hóf ekki að æfa spjótkast fyrr en fyrir nokkrum árum. Fimmta sæti á ÓL 2012 og nú heims- og Evrópumeistari. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er eins og í lygasögu. Þetta er bara með ólíkindum,“ sagði Helgi glaðbeittur. „Maður er bara í spennufalli núna. Ég er búinn að æfa og æfa fyrir þetta mót og svo þegar maður nær markmiðinu er maður bara í sjokki. Ég þarf aðeins að láta rykið falla og þakka svo þeim sem hafa hjálpað mér á þennan stað. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Fleiri fréttir Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Sjá meira
„Þetta er bara draumi líkast - alveg ótrúleg tilfinning,“ sagði HelgiSveinsson nýbakaður Evrópumeistari fatlaðra (T42) í spjótkasti við Vísi í kvöld. Helgi, sem varð fimmti á ÓL 2012 og heimsmeistari í Lyon fyrra, bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í kvöld þegar hann kastaði lengst 50,74 metra á EM fatlaðra í Swansea. „Þetta er sykursætur dagur því þó köstin voru þetta löng var ég var ekki nógu ánægður með þau. Ég var ekki að hitta í gegnum punktinn og atrenuna eins og ég hefði viljað. Hefði mér tekist það hefði ég getað slett spjótinu enn lengra. En miðað hvernig þetta var gæti ég ekki verið ánægðari,“ sagði Helgi. Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga samkeppni, en hann var þó langt frá því að skáka okkar manni. Steinstad kastaði lengst 47,18 metra og þurfti að éta ofan í sig orð sem hann hafði látið falla í garð Helga. „Hann var búinn að vinna í miklum sálfræðihernaði og vera að koma skilaboðum áleiðis til mín í gegnum annað fólk og hópinn okkar,“ sagði Helgi við Vísi. „Hann mætti ekki á opnunarhátíðina og ég sagði honum að hann væri orðinn of gamall. Þá kom hann skilaboðum áleiðis til mín um hversu gaman það yrði þegar gamli maðurinn, sem sagt hann, myndi vinna mig. Svo lét hann annan keppanda bera þau skilaboð til mín í Berlín fyrr í sumar að hann myndi vinna mig á EM. Þetta er bara heilbrigð samkeppni og gaman að þessu.“ Síðustu þrjú sumur hafa verið mögnuð fyrir Helga sem hóf ekki að æfa spjótkast fyrr en fyrir nokkrum árum. Fimmta sæti á ÓL 2012 og nú heims- og Evrópumeistari. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er eins og í lygasögu. Þetta er bara með ólíkindum,“ sagði Helgi glaðbeittur. „Maður er bara í spennufalli núna. Ég er búinn að æfa og æfa fyrir þetta mót og svo þegar maður nær markmiðinu er maður bara í sjokki. Ég þarf aðeins að láta rykið falla og þakka svo þeim sem hafa hjálpað mér á þennan stað. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Fleiri fréttir Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Sjá meira
Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43