Hafdís þurfti að stökkva 6,65 metra í langstökkinu eða vera á meðal tólf bestu í undankeppninni til þess að komast í úrslitin sem fara fram á morgun.
Hafdís stökk 5,84 metra í fyrsta stökki, 5,89 metra í öðru stökki og lengst stökk hún í þriðju tilraun sem var 6,27 metrar. Það nægði henni hinsvegar ekki að þessu sinni en hún endaði í sextánda sæti.
Hafdís hefur þó ekki lokið keppni á mótinu en hún keppir í undanrásum í 200 metra hlaupi á fimmtudaginn.