Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit.
Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin.
Ásdís náði þremur gildu köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert.
Ásdís kastaði 57,65 metra á HM í Moskvu í fyrra en þá endaði hún í 21. sæti í undankeppninni.
Þetta er níunda stórmót Ásdísar og hún hefur aðeins tvisvar komist í úrslitin - á EM í Barcelona 2010 og á ÓL í London 2012 þegar hún setti Íslandsmet sitt er hún kastaði 62,77 metra.
Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Aron tekur við landsliði Kúveits
Handbolti