Harkaleg viðbrögð gagnvart Icelandair Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. ágúst 2014 11:24 Velta með bréf í Icelandair Group nam um 1.150 milljónum króna á fyrstu tveimur dögum vikunnar. Vísir/Pjetur Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið verulega frá mánudagsmorgni. Það var 18,25 á hlut á mánudagsmorgunn en um 17,7 í gær. Greinendur á markaði eru sammála um að fréttir af mögulegu gosi í Bárðarbungu hafi þar áhrif.Click here to see an English version. „Fyrir mér eru þetta of sterk viðbrögð. Mér finnst eins og menn séu að horfa of mikið á að það yrði hugsanlega talverður kostnaður til skemmri tíma við að það félli niður flug og fleira við gos og e.t.v. í framhaldi af því. En lengri tíma áhrif gætu verið mjög jákvæð fyrir Icelandair og ferðamannagreinina. Það er eins og þeir sem eru að selja horfi fram hjá því að gosið í Eyjafjallajökli virtist stórauka ferðamannastrauminn til Íslands þegar lengra leið frá,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu. Jóhann segist telja að það hafi fyrst og fremst verið minni fjárfestar sem hafi selt bréf frá því á mánudagsmorgun. Veltan væri líklega meiri ef fagfjárfestar hefðu verið að selja að einhverju marki og það væri þekkt að minni fjárfestar hafi meiri tilhneigingu til að bregðast hart við einstökum fréttum með kaupum eða sölu en fagfjárfestar. Sveinn Þórarinsson hjá Hagfræðideild Landsbankans segir að þessi mikla lækkun komi nokkuð á óvart. Hann segir ekkert hægt að áætla um áhrif goss á rekstur Icelandair, en menn horfi til sögunnar, síðasta goss og fleira. „Það er í raun engan veginn hægt að meta einhver áhrif. Menn vita ekki hvort af eldgosi verður, hvenær, hversu mikið, hvert askan fer, hvernig veðráttan verður. En allavega virðast menn verðleggja Icelandair eins og það verði eldgos,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á að jafnvel þótt langtímaáhrif af gosinu í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi verið jákvæð hafi menn eðlilega varann á. Strax eftir gosið í Eyjafjallajökli hafi Icelandair sent frá sér tilkynningu um að beinn kostnaður vegna gossins hefði numið 1,5 milljörðum. Stefán Broddi segir það athyglisvert að umræðan um mögulegt stórt eldgos á Íslandi virðist ekki hafa haft nein áhrif á verð hluta í evrópskum flugfélögum, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í erlendum miðlum. „Þar eru menn uppteknari af olíuverði og alþjóðastjórnmálum og virðast ekki reikna með öðrum Eyjafjallajökli,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið verulega frá mánudagsmorgni. Það var 18,25 á hlut á mánudagsmorgunn en um 17,7 í gær. Greinendur á markaði eru sammála um að fréttir af mögulegu gosi í Bárðarbungu hafi þar áhrif.Click here to see an English version. „Fyrir mér eru þetta of sterk viðbrögð. Mér finnst eins og menn séu að horfa of mikið á að það yrði hugsanlega talverður kostnaður til skemmri tíma við að það félli niður flug og fleira við gos og e.t.v. í framhaldi af því. En lengri tíma áhrif gætu verið mjög jákvæð fyrir Icelandair og ferðamannagreinina. Það er eins og þeir sem eru að selja horfi fram hjá því að gosið í Eyjafjallajökli virtist stórauka ferðamannastrauminn til Íslands þegar lengra leið frá,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu. Jóhann segist telja að það hafi fyrst og fremst verið minni fjárfestar sem hafi selt bréf frá því á mánudagsmorgun. Veltan væri líklega meiri ef fagfjárfestar hefðu verið að selja að einhverju marki og það væri þekkt að minni fjárfestar hafi meiri tilhneigingu til að bregðast hart við einstökum fréttum með kaupum eða sölu en fagfjárfestar. Sveinn Þórarinsson hjá Hagfræðideild Landsbankans segir að þessi mikla lækkun komi nokkuð á óvart. Hann segir ekkert hægt að áætla um áhrif goss á rekstur Icelandair, en menn horfi til sögunnar, síðasta goss og fleira. „Það er í raun engan veginn hægt að meta einhver áhrif. Menn vita ekki hvort af eldgosi verður, hvenær, hversu mikið, hvert askan fer, hvernig veðráttan verður. En allavega virðast menn verðleggja Icelandair eins og það verði eldgos,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á að jafnvel þótt langtímaáhrif af gosinu í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi verið jákvæð hafi menn eðlilega varann á. Strax eftir gosið í Eyjafjallajökli hafi Icelandair sent frá sér tilkynningu um að beinn kostnaður vegna gossins hefði numið 1,5 milljörðum. Stefán Broddi segir það athyglisvert að umræðan um mögulegt stórt eldgos á Íslandi virðist ekki hafa haft nein áhrif á verð hluta í evrópskum flugfélögum, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í erlendum miðlum. „Þar eru menn uppteknari af olíuverði og alþjóðastjórnmálum og virðast ekki reikna með öðrum Eyjafjallajökli,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira