Viðskipti erlent

Fimmti ríkasti maður heims stígur til hliðar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Framkvæmdastjórinn fyrrverandi, Larry Ellison, er forríkur.
Framkvæmdastjórinn fyrrverandi, Larry Ellison, er forríkur. Vísir/AFP
Milljarðamæringurinn Larry Ellison sagði í dag upp starfi sínu hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oracle sem hann stofnaði sjálfur fyrir 37 árum síðan.

Ellison hefur um árabil verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins en mun nú taka sæti í stjórn þess ásamt því að taka við stöðu yfirmanns tæknimála hjá Oracle. Forstjórar fyrirtækisins, Safra Catz og Mark Hurd, munu setjast í stól framkvæmdastjóra við brotthvarf Ellisons.

Hlutabréfverð í Oracle féll um tvö og hálft prósentustig eftir að starfsmannahrókeringarnar voru tilkynntar í morgun en þau höfðu hækkað um 8.6 prósent frá því í upphafi árs.

Larry Ellison er þriðji ríkasti maður Bandaríkjanna ef marka má lista Forbes fyrir árið 2014 og er hann metinn á 52 milljarðar dala, eða um 6177 milljarða króna. Það gerir hann að fimmta ríkasti manni heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×